Ráðgjöf og fræðsla Barnaverndarstofu

Ráðgjafar- og fræðslusvið veitir ráðgjöf um barnaverndarmál og vinnslu barnaverndarmála fyrir almenning og starfsfólk sem vinnur með börnum. Símatími ráðgjafa Barnaverndarstofu er á milli 11-12 á þriðjudögum og fimmtudögum í síma 5302600.
Hægt er að senda inn fyrirspurnir á netinu og er þeim svarað eins fljótt og kostur er.

Ráðgjöf Barnaverndarstofu er skipt á eftirfarandi hátt.

Ráðgjafar- og fræðslusvið sinnir almennri ráðgjöf til starfsmanna barnaverndarnefnda:

  • Vegna tilkynninga um ráðstöfun barns til bráðabirgða skv. 44. gr. reglugerðar nr. 652/2004
  • Vegna vinnslu barnaverndarmála, verklags og málsmeðferðar
  • Vegna skráningarmála s.s. mánaðarlegrar sískráningar og samtölueyðublaðs
  • Vegna umsókna um leyfi skv. 84. gr. barnaverndarlaga

Meðferðar- og fóstursvið sinnir ráðgjöf til starfsmanna barnaverndarnefnda:

  • Vegna umsókna sem borist hafa vegna vistunar barna utan heimilis s.s. greiningarvistun á Stuðlum, vistun á meðferðarheimili eða styrkt fóstur
  • Vegna vals á fósturfjölskyldum
  • Vegna umsókna um sálfræðiþjónustu fyrir börn vegna óviðeigandi kynhegðunar
  • Vegna umsókna um MST

Upplýsinga- og fræðslustarf

Barnaverndarstofa veitir almenningi upplýsingar og fræðslu um starfsemi barnaverndaryfirvalda með sérstakri áherslu á kynna þær skyldur sem hvíla á almenningi samkvæmt barnaverndarlögum. Þá er stofunni einnig ætlað að kynna barnaverndarlögin og þær skyldur sem þeim fylgja reglulega fyrir starfsstéttum sem sérstaklega hafa afskipti af börnum í starfi sínu.

Smelltu á hér til að senda fyrirspurn til Barnaverndarstofu

Skoðið einnig heimasíðu Velferðarráðuneytisins varðandi barnaverndarmál.

Á heimasíðu Fjölmenningarseturs er m.a. að finna upplýsingar um málefni barna og foreldra á nokkrum tungumálum

Á vefnum 112.is má finna fræðsluefni um ofbeldi, úrræði og fleira.

Á vef stjórnarráðsins má finna fræðsluefni um ofbeldi gegn börnum


Þetta vefsvæði byggir á Eplica