Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Ætlað tengiliðum farsældar

2 feb. 2024

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Á framhaldsnámskeiði tengiliða farsældar verður byggt ofan á grunnnámskeiðið sem gefið var út í apríl 2023. Á framhaldsnámskeiðinu verður kafað enn dýpra ofan í hlutverkið og áskoranir sem því fylgja. Einnig verður farið yfir hagnýtar aðferðir og verkfæri sem tengiliðir geta nýtt í vinnu sinni með börnum og foreldrum. Í lokin eru nokkur kennsludæmi þar sem tengiliðir fá tækifæri til að reyna sig áfram í lausn áskoranna sem börn og foreldrar geta glímt við. Dæmin eru sett fram í leikjasniði og stuðst er við gervigreind.

Þrátt fyrir að námskeiðin sé ætlað tengiliður farsældar er öllum þeim sem vinna með börnum og fjölskyldum eða hafa áhuga á málefninu velkomið að fara í gegnum þau.

Hægt er að nálgast námskeið í Farsældarskóla BOFS á eftirfarandi slóð: https://farsaeldarskolinn.teachable.com Ef framhaldsnámskeiðið birtist ekki á skjánum þarf að ýta á flipann „Öll námskeið“ uppi í hægra horninu.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica