Barnahús 25 ára

1 nóv. 2023

Í dag miðvikudaginn 1. nóvember fagnar Barnahús aldarfjórðungs afmæli. Barnahús er fyrirmynd margra landa að barnvænni nálgun í réttarvörslukerfinu. Barnahús sinnir málefnum barna sem eru þolendur kynferðisofbeldis en einnig þolendur líkamlegs ofbeldis. Hugmyndafræði Barnahúss er að börn sem eru þolendur ofbeldis fái alla þjónustu undir einu og sama þakinu hvort heldur sem þau eru að fara í skýrslutöku fyrir dómi, greiningu og meðferð eða fara í læknisskoðun. Mikilvæg þekking á kynferðisbrotum gagnvart börnum hefur safnast saman á þessum 25 árum sem Barnahús hefur verið starfrækt.

Screenshot-2023-11-02-at-12.58.07

Frá því Barnahús var opnað hafa þúsundir barna notið þar þjónustu og fengið áfallameðferð vegna þeirra afleiðinga sem ofbeldi felur í sér. Barnahús er nú starfandi undir sama nafni í fjölda annarra Evrópuríkja og sérfræðingar Barnahúss hafa lagt ótakmarkaðan tíma í aðstoð við innleiðingu Barnahúsa víðs vegar um Evrópu. Fjöldi erlendra gesta leggur leið sína árlega til Íslands í þeim tilgangi að heimsækja Barnahús og læra af þeim sérfræðingum sem þar starfa.

Ráðuneytið fjármagnaði í ár kortlagningu á Barnahúsum í Evrópu í samstarfi við Evrópuráðið en sú skýrsla er væntanleg á næstu dögum.

Screenshot-2023-11-02-at-12.58.51


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica