Barnahús í Skotlandi

Um síðustu mánaðamót kom sendinefnd frá Skotlandi undir forystu tveggja ráðherra, dómsmála- og barnamálaráðherra, í heimsókn til Íslands til að kynna sér Barnahús.

20 sep. 2017

Barnaverndarstofa skipulagði vettvangsheimsókn fyrir skosku sendinefndina í Barnahús og að auki tveggja daga fræðslu fyrir hópinn um hugmyndafræðina að baki Barnahúss, framrás þess í Evrópu og þau áhrif sem sú framrás hefur haft á alþjóðavettvangi m.a. á samþykktir Evrópuráðsins.  Að fræðslunni komu fulltrúar embættis Héraðssaksóknara, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, réttargæslumanna, Landspítala og Barnaverndar Reykjavíkur auk þess sem dómari greindi frá reynslu sinni af Barnahúsi.


Sem hluta af áætlun Skota um innleiðingu Barnahúsa var forstjóra Barnaverndarstofu í kjölfar heimsóknarinnar boðið að halda erindi á ráðstefnu í Edinborg auk þess sem hann sat þar fund með yfirmönnum heilbrigðisþjónustu, löggæslu og barnaverndar.  Á ráðstefnunni kom fram gríðarlegur áhugi af hálfu ólíkra fagstétta í barnavernd um að koma á fót Barnahúsum í Skotlandi. Áform eru nú uppi um að starfrækt verði Barnahús á þremur svæðum þar í landi til að tryggja öllum börnum aðgengi að þeim.
Barnahus-fundur-Skota

Auk forstjóra stofunnar flutti fulltrúi frá Kings College Hospital Havens erindi um innleiðingu Barnahúsa í London sem vakti mikla athygli. Eins og kunnugt er hafa undanfarin tvö ár, komið tvær sendinefndir frá Englandi til Íslands í því skyni að undirbúa þá innleiðingu sem komin er vel á veg.

Barnahus-England



Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica