Barnahús í Skotlandi

Um síðustu mánaðamót kom sendinefnd frá Skotlandi undir forystu tveggja ráðherra, dómsmála- og barnamálaráðherra, í heimsókn til Íslands til að kynna sér Barnahús.

20 sep. 2017

Barnaverndarstofa skipulagði vettvangsheimsókn fyrir skosku sendinefndina í Barnahús og að auki tveggja daga fræðslu fyrir hópinn um hugmyndafræðina að baki Barnahúss, framrás þess í Evrópu og þau áhrif sem sú framrás hefur haft á alþjóðavettvangi m.a. á samþykktir Evrópuráðsins.  Að fræðslunni komu fulltrúar embættis Héraðssaksóknara, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, réttargæslumanna, Landspítala og Barnaverndar Reykjavíkur auk þess sem dómari greindi frá reynslu sinni af Barnahúsi.


Sem hluta af áætlun Skota um innleiðingu Barnahúsa var forstjóra Barnaverndarstofu í kjölfar heimsóknarinnar boðið að halda erindi á ráðstefnu í Edinborg auk þess sem hann sat þar fund með yfirmönnum heilbrigðisþjónustu, löggæslu og barnaverndar.  Á ráðstefnunni kom fram gríðarlegur áhugi af hálfu ólíkra fagstétta í barnavernd um að koma á fót Barnahúsum í Skotlandi. Áform eru nú uppi um að starfrækt verði Barnahús á þremur svæðum þar í landi til að tryggja öllum börnum aðgengi að þeim.
Barnahus-fundur-Skota

Auk forstjóra stofunnar flutti fulltrúi frá Kings College Hospital Havens erindi um innleiðingu Barnahúsa í London sem vakti mikla athygli. Eins og kunnugt er hafa undanfarin tvö ár, komið tvær sendinefndir frá Englandi til Íslands í því skyni að undirbúa þá innleiðingu sem komin er vel á veg.

Barnahus-EnglandNýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica