Barnaverndarstofa biður konur afsökunar sem voru vistaðar á Laugalandi (áður Varpholt)

5 mar. 2021

Hópur kvenna, sem vistaður var á meðferðarheimilinu á Laugalandi (áður Varpholt), steig nýverið fram og lýsti slæmri reynslu sinni af heimilinu undir stjórn fyrri rekstraraðila á árunum 1997 – 2007. Barnaverndarstofa biður þær konur, sem vistaðar voru á heimilinu, afsökunar á að ekki hafi verið brugðist betur við þeim upplýsingum sem stofunni bárust varðandi starfsemi heimilisins.

Barnaverndarstofa hefur farið í gegnum öll þau gögn sem til eru um starfsemina á Laugalandi. Sú skoðun hefur leitt í ljós að á starfstíma heimilisins komu fram vísbendingar um óeðlilegar starfsaðferðir. Þessum vísbendingum hefði verið hægt að fylgja eftir og bregðast við með markvissari hætti en gert var. Gögnin sýna einnig að á heimilinu var unnið út frá hugmyndafræði sem þótti góð og gild á sínum tíma en samstaða er á meðal sérfræðinga í dag að sé úrelt og eigi alls ekki við þegar unnið er með börnum sem glíma við margþættan vanda og þurfa umfram allt stuðning og aðstoð.

Miklar breytingar hafa orðið á faglegu starfi meðferðarheimila hér á landi, sem og eftirliti með þeim, á síðustu 10-15 árum. Engu að síður telur Barnaverndarstofa rétt, í framhaldi af þeim upplýsingum sem fram hafa komið varðandi starfsemi Laugalands, að yfirfara verkferla er varðar eftirlit með börnum sem vistuð eru á meðferðarheimilum og er sú vinna hafin. Mikilvægt er að tryggja að börn treysti sér til að greina frá upplifun sinni og aðbúnaði þar á meðan vistun stendur og að brugðist sé við þeim upplýsingum með fullnægjandi hætti.

Heiða Björg Pálmadóttir,
forstjóri Barnaverndarstofu


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica