Fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda í apríl 2020Fleiri börn og foreldrar tilkynna í gegnum neyðarlínuna 112 og fleiri tilkynnendur telja börnin vera í yfirvofandi hættu

11 maí 2020

Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar og hafa ekki áður borist fleiri tilkynningar á landsvísu í einum mánuði á tímabilinu janúar 2019 til febrúar 2020. Einnig eru vísbendingar um að tilkynningum um vanrækslu gegn börnum sé að fjölga. Mikilvægt er að fylgjast með því á næstu vikum og mánuðum hver þróunin verður í þessum málaflokkum.

Hér er hægt að lesa greiningu Barnaverndarstofu á tilkynningum í apríl 2020
Hér er hægt að lesa grein forstjóra Barnaverndarstofu sem birtist á vísi.is þann 12. maí sl.

Fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda í apríl 2020.

Í apríl bárust 1.055 tilkynningar til barnaverndarnefnda sem er fjölgun úr 1.013 frá mánuðinum á undan. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 1.135 tilkynningar og minnst 810 tilkynningar á einum mánuði og er meðaltal tilkynninga á umræddu tímabili 955. Fjöldi tilkynninga í apríl 2020 er því eins og í mars 2020 aðeins yfir meðaltali síðustu 14 mánaða á undan.

Fjölgun tilkynninga gegnum neyðarnúmerið 112.

Tilkynningar í gegnum 112 í apríl voru 141 og er það fjölgun úr 68 tilkynningum mánuðinn á undan. Fjöldi tilkynninga í apríl var einnig meiri borið saman við mánuðina á tímabilinu janúar 2019 til febrúar 2020 en þá voru flestar tilkynningar í einum mánuði 99.

Fjölgun tilkynninga þar sem tilkynnandi telur barn vera í yfirvofandi hættu.

Í apríl bárust 90 tilkynningar til barnaverndarnefnda þar sem tilkynnandi telur barn vera í yfirvofandi hættu og er það fjölgun úr 73 tilkynningum mánuðinn á undan. Á tímabilinu janúar 2019 til febrúar 2020 bárust mest 74 tilkynningar og minnst 41 tilkynning á einum mánuði þar sem barn er talið í yfirvofandi hættu og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 56. Fjöldi slíkra tilkynninga í mars og apríl 2020 er því yfir meðaltali og eru tilkynningar í apríl fleiri en þegar þær voru flestar á tímabilinu janúar 2019 til febrúar 2020.

Hverjir tilkynna til barnaverndarnefnda?

Börnum sem tilkynna í apríl 2020 fækkar miðað við mánuðinn á undan, en þá tilkynntu fleiri börn en áður hafa gert á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020. Það sama á við um foreldra, tilkynningum fækkaði miðað við mánuðinn á undan en fjöldinn var yfir meðaltali á tímabilinu.

Í apríl 2020 bárust alls 61 tilkynning til barnaverndarnefnda frá skólum, en þær voru 140 mánuðinn á undan. Fjöldi tilkynninga í apríl 2020 frá skólum eru mun færri en bárust að meðaltali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020. Tölurnar benda til þess að takmarkað skólahald hafi haft veruleg áhrif á forsendur skóla til að fylgjast með og láta barnaverndarnefndir vita af aðbúnaði barna. Hins vegar var fjöldi tilkynninga frá leikskólum/dagforeldri fleiri í apríl 2020 en mánuðinn á undan og er fjöldinn í apríl yfir meðaltali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020.

Í apríl 2020 bárust alls 487 tilkynningar til barnaverndarnefnda frá lögreglu samanborið við 341 tilkynningu mánuðinn á undan. Fjöldi tilkynninga í apríl 2020 er einnig yfir meðaltali samanborið við tímabilið janúar 2019 til febrúar 2020. Í Reykjavík eru tilkynningar frá lögreglu í apríl fleiri en áður á umræddu tímabili, aðeins yfir meðaltali á höfuðborgarsvæði og rétt undir meðaltali á landsbyggð.

Tilkynningum frá nágrönnum fjölgaði úr 84 tilkynningum í 125 miðað við mánuðinn á undan. Töluvert fleiri tilkynningar bárust þessa tvo mánuði frá nágrönnum en að meðaltali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 og fleiri en þegar flestar tilkynningar bárust í einum mánuði, eða 80 tilkynningar. Tilkynningum frá ættingjum fækkar og eru undir meðaltali tilkynninga á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020.

Tilkynningum frá heilbrigðisstofnun fækkar einnig og eru jafn margar og meðaltal tilkynninga á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020. Svipaður fjöldi tilkynninga barst frá öðrum aðilum en ofantöldum í apríl 2020 og mánuðinn á undan og er fjöldi tilkynninga í apríl 2020 frá öðrum aðilum nokkuð yfir meðaltali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020.

Hvað var tilkynnt um?

Ofbeldi gegn börnum.

Í apríl 2020 bárust alls 312 tilkynningar til barnaverndarnefnda varðandi ofbeldi gegn börnum, samanborið við 300 í marsmánuði. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 292 tilkynningar og minnst 206 tilkynningar á einum mánuði um ofbeldi og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 254. Fjöldi tilkynninga í apríl 2020 er því nokkuð yfir meðaltali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020.

Í apríl fækkar tilkynningum um líkamlegt ofbeldi, en tilkynningar varðandi tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi eru mun fleiri í apríl 2020 en að meðtali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 og fleiri en þegar flestar tilkynningar bárust á umræddu tímabili. Í apríl 2020 fjölgaði einnig tilkynningum um heimilisofbeldi og hafa ekki áður borist fleiri tilkynningar á landsvísu í einum mánuði á umræddu tímabili. Tölur varðandi kynferðislegt ofbeldi eru nokkuð undir meðaltali í apríl 2020 miðað við meðaltal á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 og eru lægri en þegar fæstar tilkynningar bárust á umræddu tímabili.

Vanræksla á börnum.

Í apríl 2020 bárust alls 490 tilkynningar til barnaverndarnefnda varðandi vanrækslu á börnum sem er fjölgun miðað við mánuðinn á undan. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 507 tilkynningar og minnst 307 tilkynningar á einum mánuði um vanrækslu og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 401. Fjöldi tilkynninga í apríl um vanrækslu er því nokkuð yfir meðaltali á tímabilinu.

Tilkynningum þar sem vanræksla er varðandi umsjón og eftirlit barna fjölgaði í apríl 2020. Fjöldi tilkynninga í apríl er meiri en þegar flestar tilkynningar bárust á tímabilinu sem hér er til samanburðar. Tilkynningar þar sem grunur er um foreldra í neyslu eru jafn margar í apríl 2020 og mánuðinn á undan og nánast jafn margar og þær hafa verið flestar á umræddu tímabili. Tilkynningum fjölgar í Reykjavík og á höfuðborgarsvæði í apríl, en fækkar á landsbyggð.

Tilkynningar varðandi líkamlega vanrækslu eru jafn margar í apríl 2020 og í mars. Á landsbyggðinni er fjöldi tilkynninga yfir meðaltali tilkynninga á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 en í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu sá sami. Tilkynningum varðandi tilfinningalega vanrækslu fækkar í apríl 2020 Á landsbyggðinni er fjöldi tilkynninga undir meðaltali tilkynninga á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 en í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu yfir meðaltali. Tilkynningar um vanrækslu varðandi nám fjölgar í apríl 2020. Fjöldi tilkynninga á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggð eru yfir meðaltali miðað við tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020.

Almennt því vísbending um að tilkynningum til barnaverndarnefnda um vanrækslu sé að fjölga. Mikilvægt er að fylgjast með því á næstu vikum og mánuðum hver þróunin verður.

Áhættuhegðun barna.

Í apríl 2020 bárust alls 240 tilkynningar til barnaverndarnefnda varðandi áhættuhegðun barns, heldur færri en mánuðinn á undan. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 380 tilkynningar og minnst 193 tilkynningar á einum mánuði áhættuhegðun barns og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 293. Fjöldi tilkynninga í apríl 2020 er því nokkuð undir meðaltali á tímabilinu

Ófædd börn.

Í apríl 2020 bárust alls 13 tilkynningar til barnaverndarnefnda varðandi áhyggjur af ófæddu barni, en mánuðinn á undan voru tilkynningar 11. Þegar skoðaðar eru tölur fyrir Reykjavík, nefndir á höfuðborgarsvæði og nefndir á landsbyggð má sjá að tilkynningum varðandi ófædd börn fjölgar fyrst og fremst í Reykjavík.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica