Kynningarfundir vegna laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.

23 jún. 2022

Barna- og fjölskyldustofa fór ásamt fulltrúum frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu hringinn í kringum landið nú á vormánuðunum og fundaði með fulltrúum 61 sveitarfélags. Fundirnir voru haldnir á 10 stöðum: Reykjanesbæ, Reykjavík, Ísafirði, Höfn í Hornafirði, Borgarnesi, Blönduósi, Akureyri, Egilsstöðum, Þorlákshöfn og Hellu. Yfir 130 manns mættu á þessa fundi og komu þeir að mestu frá félagsþjónustu og skólaþjónustu svæðanna og/eða sveitarstjórnum. Einnig voru fulltrúar heilsugæslu og framhaldsskóla á nokkrum stöðum. Markmið fundanna var að kynna nýja stofnun og lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Einnig að heyra frá sveitarfélögunum hvar þau væru stödd í innleiðingarferlinu á nýju lögunum og eiga samtal um helstu áskoranir og tækifæri í tengslum við lögin.

Ánægjulegt var að heyra að sveitarfélögin eru langflest byrjuð á innleiðingarferlinu. Allir voru áhugasamir um nýju lögin og litu á þau sem framfaraskref varðandi þjónustu við börn og fjölskyldur. Góðar vangaveltur og líka ýmsar spurningar komu fram á fundunum ásamt gagnlegum ábendingum. Starfsfólk Barna- og fjölskyldustofu þakkar fyrir afar ánægjulegar og gagnlegar heimsóknir og munu þær upplýsingar sem þar komu fram nýtast vel við áframhaldandi innleiðingarstarf. 

 Hér má nálgast kynninguna


Nýjustu fréttir

Hjólabrettastelpa

24. nóv. 2022 : Barnavernd á Covidtímum - kynferðisofbeldi gegn börnum

Barna-og fjölskyldustofa fer af stað með röð málstofa undir yfirskriftinni “Barnavernd á Covidtímum”.

Lesa meira

10. nóv. 2022 : Morgunverðarfundur Náum áttum 16. nóvember n.k.

Börn sem beita ofbeldi

Lesa meira

17. okt. 2022 : Morgunverðarfundur Náum áttum 19. október 2022

Ungmenni og vímuefni - áhrifaþættir í uppeldi

Lesa meira
Hjólabrettastelpa

06. okt. 2022 : Barnavernd á Covid tímum - málstofa 7. október n.k.

Þann 7. október 2022 er fyrsti fundur af fjórum þar sem fjallað verður sérstaklega um líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum á Covidtímum. Einstaklingar frá Barna- og fjölskyldustofu, Barnahúsi, Barnavernd Reykjavíkur og Kvennaathvarfinu koma til okkar og halda stutt erindi.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica