Kynningarfundir vegna laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.

23 jún. 2022

Barna- og fjölskyldustofa fór ásamt fulltrúum frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu hringinn í kringum landið nú á vormánuðunum og fundaði með fulltrúum 61 sveitarfélags. Fundirnir voru haldnir á 10 stöðum: Reykjanesbæ, Reykjavík, Ísafirði, Höfn í Hornafirði, Borgarnesi, Blönduósi, Akureyri, Egilsstöðum, Þorlákshöfn og Hellu. Yfir 130 manns mættu á þessa fundi og komu þeir að mestu frá félagsþjónustu og skólaþjónustu svæðanna og/eða sveitarstjórnum. Einnig voru fulltrúar heilsugæslu og framhaldsskóla á nokkrum stöðum. Markmið fundanna var að kynna nýja stofnun og lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Einnig að heyra frá sveitarfélögunum hvar þau væru stödd í innleiðingarferlinu á nýju lögunum og eiga samtal um helstu áskoranir og tækifæri í tengslum við lögin.

Ánægjulegt var að heyra að sveitarfélögin eru langflest byrjuð á innleiðingarferlinu. Allir voru áhugasamir um nýju lögin og litu á þau sem framfaraskref varðandi þjónustu við börn og fjölskyldur. Góðar vangaveltur og líka ýmsar spurningar komu fram á fundunum ásamt gagnlegum ábendingum. Starfsfólk Barna- og fjölskyldustofu þakkar fyrir afar ánægjulegar og gagnlegar heimsóknir og munu þær upplýsingar sem þar komu fram nýtast vel við áframhaldandi innleiðingarstarf. 

 Hér má nálgast kynninguna


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica