Þynging kynferðisafbrota - mikilvægi meðferðar

29 des. 2002

Skv. frumvarpinu er lagt til að refsing við kynferðisafbrotum gagnvart börnum yngri en 16 ára hækki úr 10 árum upp í 12, og refsing fyrir misnotkun á börnum yngri en 18 ára verði 8 ár. Refsiramminn miðar við 200. og 201. grein hegningarlaga sem fjalla um samræði eða önnur kynferðismök við eigið barn, annan niðja, kjörbarn, sambúðarbarn, fósturbarn, stjúpbarn eða ungmenni sem honum hefur verið treyst fyrir til kennslu eða uppeldis.

Ef frumvarpið verður samþykkt er von til þess að refsingar verði þyngdar en krafa almennings þar að lútandi hefur verið mjög skýr. Í umræðunni um refsingu má þó ekki gleyma forvörnunum. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að allt að því helmingur kynferðisafbrotamanna endurtekur brot sín innan fjögurra til fimm ára eftir að þeim hefur verið sleppt úr fangelsi.

Ein ástæða mikilvægis meðferðar er sú að stór hluti kynferðisafbrotamanna sér ekkert rangt í gjörðum sínum og hafa því, að þeim finnst einskins að iðrast. Skýringar eins og þær að verið sé að "kenna barninu" "það hafi ánægju af athöfninni" og "barnið ögraði mér" eru mjög algengar og gerandinn trúir þessum skýringum, það að refsa einstaklingnum með fangelsisvist breytir þessum hugmyndum ekki hjá þeim sem hvað veikastir eru.

Í ársskýrslu Barnaverndarstofu fyrir árið 2000 kemur m.a. fram að rannsóknir hafi leitt í ljós að yfir helmingur fullorðina kynferðisafbrotamanna hefur feril sinn á unglingsárum. Eins og segir í ársskýrslunni þá bendir þessi upplýsing á forvarnargildi þess að að bregðast markvisst við kynferðisafbrotum, sem framin eru af börnum og unglingum. Þannig sé unnt að fækka fórnarlömbum. Jafnframt benda athuganir til að almennt sé árangur meðferðar betri því yngri sem gerandinn er þegar hann gengst undir hana. Hugmyndir hafa verið uppi á Barnaverndarstofu að koma á fót slíkri meðferð í Barnahúsi.

Nýjustu fréttir

Hjólabrettastelpa

09. mar. 2023 : Málstofa 3 – áhættuhegðun og líðan barna og unglinga á Covidtímum

Málstofa Barna-og fjölskyldustofu “Barnavernd á Covidtímum”.

Lesa meira
Kona á skrifstofu

20. feb. 2023 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndar á fyrstu sex mánuðum áranna 2020, 2021 og 2022.

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa tók við. Mánaðarlega skiluðu barnaverndarnefndir tölulegum upplýsingar varðandi tilkynningar, til Barnaverndarstofu og er nú sömu upplýsingum skilað til Barna- og fjölskyldustofu. Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna á fyrstu sex mánuðum áranna 2020, 2021 og 2022. 

Lesa meira

13. feb. 2023 : Samfélagsmiðlar, áhrifavaldar og miðlalæsi. Morgunverðarfundur - Náum Áttum, miðvikudaginn 15.02.2023

Samfélagsmiðlar, áhrifavaldar og miðlalæsi - hver er staðan og hvernig ætti að kenna?

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica