Sameining barnaverndarnefnda

16 feb. 2003

Sameining barnaverndarnefnda
Í nýju barnaverndarlögunum er tóku gildi í júní síðastliðinn er kveðið á um að eigi færri en 1500 íbúar skulu standa að hverri barnaverndarnefnd. En dæmi eru um að hreppir með allt niður í 40 íbúar hafi haft eigin barnaverndarnefnd. Nú á síðustu mánuðum hafa því staðið yfir sameiningaviðræður milli sveitafélaga um barnaverndina og hafa sameiningar þegar átt sér stað á nokkrum stöðum. Misjafnt er hvort að sveitafélögin sameinast einungis um barnaverndina eða kjósa að sameina alla félagsmálanefndina eða ráðið.

- Barnaverndin í Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit hefur sameinast undir Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar.
- Barnaverndarnefnd Vinhælishrepps hefur sameinast barnavernd Austur- Húnvetninga.
- Barnaverndarnefnd Hellulæknishéraðs, austanverðar Rángárvallarsýslu og Vesturskaftafellsýslu hafa sameinast undir Barnaverndarnefnd Rángárvalla- og V-Skaftafellsýslu
- Barnaverndarnefnd Djúpavogs hefur sameinast Barnaverndarnefnd Búða, Breiðdals, Stöðva og Fáskrúðsfjarðarhrepps undir Barnaverndarnefnd Suðurfjarða.

Þá standa samningaviðræður yfir á fleiri stöðum.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica