Skýrslutökum fjölgar í Barnahúsi

1 júl. 2003

Samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála nr. 19/1999 ber dómari ábyrgð á skýrslutökum fyrir dómi en getur skv. 7.mgr. 59. gr. laganna kvatt kunnáttumann sér til aðstoðar við skýrslutökuna sé brotaþoli yngri en 18 ára. Í Barnahúsi er sérútbúin aðstaða til skýrslutaka af þessu tagi og starfa þar þrír sérfræðingar sem hafa sótt þjálfun í skýrslutökum af börnum. Sérútbúin aðstaða er einnig til staðar í húsnæði héraðsdóms Reykjavíkur og héraðsdóms Norðurlands eystra. Héraðsdómur Reykjaness hefur verið tengdur Barnahúsi með fjarfundabúnaði frá því í ágúst 2001 og hefur sá búnaður reynst vel.

Það sem af er árinu hafa sérfræðingar Barnahúss tekið 42 skýrslur fyrir dómi af börnum vegna gruns um kynferðisofbeldi. Þar af hafa 37 skýrslur verið teknar í húsnæði Barnahúss, fjórar í héraðsdómi Norðurlands eystra og ein í héraðsdómi Reykjavíkur.

Á sama tíma í fyrra höfðu sérfræðingar Barnahúss tekið 21 skýrslu fyrir dómi, þar af eina í héraðsdómi Reykjavíkur.

Héraðsdómstólar landsins eru átta talsins. Hér fyrir neðan má sjá hversu mikið þeir hafa nýtt sér þjónustu Barnahúss það sem af er árinu í samanburði við sama tíma í fyrra.

Héraðsdómstólar

Fjöldi 2002*

Fjöldi 2003

Hér. Austurlands

0

1

Hér. Norðurlands eystra

0

4

Hér. Norðurlands vestra

0

2

Hér. Reykjavíkur

9

3

Hér. Reykjaness

5

13

Hér. Suðurlands

0

14

Hér. Vestfjarða

6

4

Hér. Vesturlands

1

1

Samtals

21

42

* til 30. júní 2002


Eins og sjá má er búið að taka tvöfalt fleiri skýrslur fyrir dómi á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Mikil aukning er á málum frá héraðsdómi Reykjaness og héraðsdómi Suðurlands en talsvert færri mál hafa komið frá héraðsdómi Reykjavíkur á þessu ári.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica