Undirbúningur að stofnun Barnahúss í Litháen hafinn

31 okt. 2003

Fyrr í þessum mánuði var forstjóri Barnaverndarstofu beðinn að flytja erindi á ráðstefnu um geðheilbrigðismál barna í Vilnius og sitja auk þess samstarfsfund þriggja ráðuneyta: félags-, heilbrigðis- og dómsmála, um kynferðisbrotamál barna. Á samráðsfundinum var fjallað um möguleika á því að setja á laggirnar Barnahús í Litháen.

Áhugi Litháena á Barnahúsi hefur varað um nokkurt skeið. Í byrjun september sl. kom hópur sérfræðinga til námsdvalar í Barnahúsi í eina viku. Á fundi ráðuneytanna kom fram að samstaða ríkir á milli fulltrúa ákæruvalds, lögreglu, lækna og barnaverndarstarfsmanna um að hrinda bæri þessum áformum í framkvæmd og var þeirri stofnun sem fer með stjórn barnaverndarmála falið að eiga frumkvæði að undirbúningi málsins. Óskað hefur verið eftir áframhaldandi samstarfi við Barnaverndarstofu í þessum efnum.

Til fróðleiks má geta þess að í Svíþjóð og Danmörku eru starfshættir íslenska Barnahússins til skoðunar hjá ráðuneytum sem hugsanleg fyrirmynd breytinga þar í landi og hefur ýmsum fyrirspurnum verið beint til Barnaverndarstofu af því tilefni. Fyrir dyrum standa nokkrar ráðstefnur í báðum löndunum þar sem starfsmönnum Barnahúss og Barnaverndarstofu hefur verið boðið að flytja erindi á.

Nýjustu fréttir

27. apr. 2021 : Aðgerðir stjórnvalda gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum

Miðvikudaginn 28. apríl n.k. verður haldinn fundur þar sem farið verður yfir aðgerðir stjórnvalda til að vinna gegn kynferðislegu / stafrænu ofbeldi gegn börnum hér á landi. Aðgerðirnar fela m.a. í sér aldursmiðaða fræðslu og forvarnir, þjálfun starfsmanna innan réttargæslukerfisins, endurskoðun á verklagi og úrbætur í upplýsingamiðlun. 

Hér má nálgast tengil á viðburðinn sem verður á facebook.

https://www.facebook.com/events/476350143687436/

Lesa meira

25. mar. 2021 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna sóttvarnaraðgerða. Afgreiðslu Barnaverndarstofu í Borgartúni 21 verður lokað frá og með 25 mars til 15 apríl. Símsvörun í 530 2600 verður frá kl: 09 – 12 og 13 - 15. Áfram er hægt að senda póst á bvs@bvs.is.

Afgreiðslu Barnaverndarstofu í Borgartúni 21 verður lokað frá og með deginum í dag til 15 apríl. Símsvörun í 530 2600 verður frá kl: 09 – 12 og 13 - 15. Áfram verður hægt að ná í einstaka starfsmenn með tölvupósti og ávallt er hægt að senda póst á bvs@bvs.is Ráðgjöf mun að mestu fara fram í gegnum síma, netpóst og fjarfundarbúnað. Áfram verða símatímar fyrir almenning þriðjudaga og fimmtudaga kl 11 - 12. 

Lesa meira

05. mar. 2021 : Barnaverndarstofa biður konur afsökunar sem voru vistaðar á Laugalandi (áður Varpholt)

Hópur kvenna, sem vistaður var á meðferðarheimilinu á Laugalandi (áður Varpholt), steig nýverið fram og lýsti slæmri reynslu sinni af heimilinu undir stjórn fyrri rekstraraðila á árunum 1997 – 2007. Barnaverndarstofa biður þær konur, sem vistaðar voru á heimilinu, afsökunar á að ekki hafi verið brugðist betur við þeim upplýsingum sem stofunni bárust varðandi starfsemi heimilisins.

Lesa meira
Hjólabrettastelpa

11. feb. 2021 : 112-dagurinn – öryggi og velferð barna og ungmenna

Vitundarvakning um öryggi og velferð barna og ungmenna
112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna, enda fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda gríðarlega á síðasta ári.

Lesa meira

05. feb. 2021 : Greining á tölulegum upplýsingum fyrir árið 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrir allt árið 2020 og borið saman við tölur frá árunum 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu árin 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica