Undirbúningur að stofnun Barnahúss í Litháen hafinn

31 okt. 2003

Fyrr í þessum mánuði var forstjóri Barnaverndarstofu beðinn að flytja erindi á ráðstefnu um geðheilbrigðismál barna í Vilnius og sitja auk þess samstarfsfund þriggja ráðuneyta: félags-, heilbrigðis- og dómsmála, um kynferðisbrotamál barna. Á samráðsfundinum var fjallað um möguleika á því að setja á laggirnar Barnahús í Litháen.

Áhugi Litháena á Barnahúsi hefur varað um nokkurt skeið. Í byrjun september sl. kom hópur sérfræðinga til námsdvalar í Barnahúsi í eina viku. Á fundi ráðuneytanna kom fram að samstaða ríkir á milli fulltrúa ákæruvalds, lögreglu, lækna og barnaverndarstarfsmanna um að hrinda bæri þessum áformum í framkvæmd og var þeirri stofnun sem fer með stjórn barnaverndarmála falið að eiga frumkvæði að undirbúningi málsins. Óskað hefur verið eftir áframhaldandi samstarfi við Barnaverndarstofu í þessum efnum.

Til fróðleiks má geta þess að í Svíþjóð og Danmörku eru starfshættir íslenska Barnahússins til skoðunar hjá ráðuneytum sem hugsanleg fyrirmynd breytinga þar í landi og hefur ýmsum fyrirspurnum verið beint til Barnaverndarstofu af því tilefni. Fyrir dyrum standa nokkrar ráðstefnur í báðum löndunum þar sem starfsmönnum Barnahúss og Barnaverndarstofu hefur verið boðið að flytja erindi á.

Nýjustu fréttir

12. maí 2022 : Nýir starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu

Ráðningar forstöðumanna á meðferðarheimilum

Lesa meira

14. mar. 2022 : Náum áttum - Skóli fyrir öll börn. Lausnir og tækifæri til farsældar.

Morgunverðarfundur miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 8:30-10:00 á ZOOM

Lesa meira

04. mar. 2022 : Opnun Barna- og fjölskyldustofu

Í gær var haldin formleg opnun Barna- og fjölskyldustofu. Af því tilefni færði Ásmundur Einar Daðason Mennta- og barnamálaráðherra Ólöfu Ástu Farestveit forstjóra Barna- og fjölskyldustofu fallega mynd af hjarta með þeim orðum að stofan væri hjartað í barnaverndarkerfinu. 

11. feb. 2022 : 112-dagurinn – ofbeldi og rétt samskipti við neyðarverði 112

Þann 11. febrúar ár hvert heldur Neyðarlínan upp á 112 daginn, til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica