Undirbúningur að stofnun Barnahúss í Litháen hafinn

31 okt. 2003

Fyrr í þessum mánuði var forstjóri Barnaverndarstofu beðinn að flytja erindi á ráðstefnu um geðheilbrigðismál barna í Vilnius og sitja auk þess samstarfsfund þriggja ráðuneyta: félags-, heilbrigðis- og dómsmála, um kynferðisbrotamál barna. Á samráðsfundinum var fjallað um möguleika á því að setja á laggirnar Barnahús í Litháen.

Áhugi Litháena á Barnahúsi hefur varað um nokkurt skeið. Í byrjun september sl. kom hópur sérfræðinga til námsdvalar í Barnahúsi í eina viku. Á fundi ráðuneytanna kom fram að samstaða ríkir á milli fulltrúa ákæruvalds, lögreglu, lækna og barnaverndarstarfsmanna um að hrinda bæri þessum áformum í framkvæmd og var þeirri stofnun sem fer með stjórn barnaverndarmála falið að eiga frumkvæði að undirbúningi málsins. Óskað hefur verið eftir áframhaldandi samstarfi við Barnaverndarstofu í þessum efnum.

Til fróðleiks má geta þess að í Svíþjóð og Danmörku eru starfshættir íslenska Barnahússins til skoðunar hjá ráðuneytum sem hugsanleg fyrirmynd breytinga þar í landi og hefur ýmsum fyrirspurnum verið beint til Barnaverndarstofu af því tilefni. Fyrir dyrum standa nokkrar ráðstefnur í báðum löndunum þar sem starfsmönnum Barnahúss og Barnaverndarstofu hefur verið boðið að flytja erindi á.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica