Breytingar á Stuðlum

10 des. 2003

Um mitt ár 2002 var farið í stefnumótun á Stuðlum, með það að markmiði að stytta biðlistann, en lengd hans hafði lengi valdið barnaverndaryfirvöldum áhyggjum. Í þessum tilgangi var meðferðardvöl stytt. Unglingar höfðu dvalið á Stuðlum að meðaltali í 9 vikur árið 2001, en þangað til hafði verið gengið út frá því að meðferðartími gæti varað í allt að 4 mánuði.
Til að mæta sívaxandi þörf var tekin sú ákvörðun að stytta greiningar- og meðferðartímann í 6 vikur að meðaltali. Biðtími barna eftir meðferð styttist þar af leiðandi til muna. Meðalbiðtími eftir meðferð hafði verið 11 vikur árið 2001, en árið 2002 var hann kominn niður í rúmar 5 vikur. Fjöldi barna sem komu á Stuðla jókst einnig: Árið 2002 innrituðust 50 unglingar á meðferðar deild en höfðu verið 40 árið áður.

Árið 2003 er fyrsta heila árið eftir að þessar breytingarnar voru gerðar. Aldrei hafa fleiri börn komið í greiningu og meðferð á Stuðla, þar sem fyrirsjáanlegt er að á þessu ári munu 52 unglinga innritast á meðferðardeild. Í byrjun árs voru fyrir 7 unglingar á deildinni, þannig á á þessu ári hafa 59 unglingar notið greiningar og meðferðar á Stuðlum.

Meðalbiðtími á þessu ári hefur verið um 4 vikur frá hausti og það sem af er vetri hefur hann verið innan við tvær vikur. Segja má að nú hafi tekist að vinna upp biðlistann og þar með hafa betri forsendur skapast til að taka fljótt á málum unglinganna og mæta betur þörfum þeirra og fjölskyldna þeirra. Einnig hafa Stuðlar nú áunnið sér svigrúm til að geta mætt enn betur einskaklingsbundum þörfum skjólstæðinganna.

Sá misskilningur hefur ríkt að breytingin hafi falið í sér að Stuðlar sinni einvörðungu greiningu. Greiningin felst ekki aðeins í að setja orð á veikleika unglings, ekki síður er mikilvægt að finna styrkleika hans, leita lausna fyrir hann og fjölskyldu hans. Unnið er með viðhorf unglings, hegðun og tilfinningar. Eftir útskrift standa unglingi og fjölskyldu hans til boða að fá frekari viðtöl á Stuðlum.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica