Breytingar á Stuðlum

10 des. 2003

Um mitt ár 2002 var farið í stefnumótun á Stuðlum, með það að markmiði að stytta biðlistann, en lengd hans hafði lengi valdið barnaverndaryfirvöldum áhyggjum. Í þessum tilgangi var meðferðardvöl stytt. Unglingar höfðu dvalið á Stuðlum að meðaltali í 9 vikur árið 2001, en þangað til hafði verið gengið út frá því að meðferðartími gæti varað í allt að 4 mánuði.
Til að mæta sívaxandi þörf var tekin sú ákvörðun að stytta greiningar- og meðferðartímann í 6 vikur að meðaltali. Biðtími barna eftir meðferð styttist þar af leiðandi til muna. Meðalbiðtími eftir meðferð hafði verið 11 vikur árið 2001, en árið 2002 var hann kominn niður í rúmar 5 vikur. Fjöldi barna sem komu á Stuðla jókst einnig: Árið 2002 innrituðust 50 unglingar á meðferðar deild en höfðu verið 40 árið áður.

Árið 2003 er fyrsta heila árið eftir að þessar breytingarnar voru gerðar. Aldrei hafa fleiri börn komið í greiningu og meðferð á Stuðla, þar sem fyrirsjáanlegt er að á þessu ári munu 52 unglinga innritast á meðferðardeild. Í byrjun árs voru fyrir 7 unglingar á deildinni, þannig á á þessu ári hafa 59 unglingar notið greiningar og meðferðar á Stuðlum.

Meðalbiðtími á þessu ári hefur verið um 4 vikur frá hausti og það sem af er vetri hefur hann verið innan við tvær vikur. Segja má að nú hafi tekist að vinna upp biðlistann og þar með hafa betri forsendur skapast til að taka fljótt á málum unglinganna og mæta betur þörfum þeirra og fjölskyldna þeirra. Einnig hafa Stuðlar nú áunnið sér svigrúm til að geta mætt enn betur einskaklingsbundum þörfum skjólstæðinganna.

Sá misskilningur hefur ríkt að breytingin hafi falið í sér að Stuðlar sinni einvörðungu greiningu. Greiningin felst ekki aðeins í að setja orð á veikleika unglings, ekki síður er mikilvægt að finna styrkleika hans, leita lausna fyrir hann og fjölskyldu hans. Unnið er með viðhorf unglings, hegðun og tilfinningar. Eftir útskrift standa unglingi og fjölskyldu hans til boða að fá frekari viðtöl á Stuðlum.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica