Fræðslufundur 11. júní

3 jún. 2004

Föstudaginn 11. júní nk. mun Olof Risberg, sálfræðingur og "psykoterapeut" halda fyrirlestur á vegum Barnaverndarstofu. Að loknum fyrirlestri verða umræður.

Olof Risberg hefur unnið hjá drengjamóttöku Barnaheilla í Svíþjóð síðan 1995. Hann vinnur með drengi sem hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun og einnig drengi sem hafa misnotað önnur börn kynferðislega. Hann hefur gefið út bækurnar "Unga förövare (02)" og "Vem vill vara ihop med mig då?". Nú er hann að vinna að bók um þroskahefta einstaklinga sem misnota börn og kemur hún út í sept. 2004. Hann mun flytja fyrirlestur um unga gerendur en einnig segja frá verkefninu um þroskahefta einstaklinga sem misnota önnur börn kynferðislega.


Fundurinn verður haldinn á Barnaverndarstofu, Borgartúni 21, föstudaginn 11. júní kl. 09.00 - 12.00
Aðgangur er ókeypis

Nýjustu fréttir

09. ágú. 2022 : Störf laus til umsóknar

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir eftir MST meðferðaraðilum og rekstrarstjóra á Stuðla

Lesa meira
Merki BOFS

13. júl. 2022 : Ráðning forstöðumanns í Barnahúsi

Margrét Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns í Barnahúsi. 

Lesa meira

20. jún. 2022 : Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis.

Barna- og fjölskyldustofa gerði samstarfssamning við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um ritun sögu barnaverndar hérlendis en þetta er tileinkað þeim tímamótum að liðin eru 90 ár frá setningu fyrstu barnaverndarlaga hér á landi og rúmlega 25 ár síðan Barnaverndarstofa nú Barna- og fjölskyldustofa var sett á laggirnar. Sigrún Harðardóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd Háskóla Íslands og Ólöf Ásta Farestveit fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu. Skipuð verður 6-8 manna ritnefnd. Áætlað er að fræðiritið komi út fyrri hluta ársins 2024. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica