Námskeið um aðferðina "Aggression Replacement Training"

17 ágú. 2004

Smellið hér til að sjá dagskrá
Þann 16. og 17. september næstkomandi munu Þroskaþjálfafélag Íslands, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Barnaverndarstofa í samstarfi standa fyrir námskeiði um aðferðir Aggression Replacement Training. Námskeiðið verður haldið á Grand Hotel - Reykjavík.
Aðalleiðbeinandi verður Luke Moynahan sálfræðingur á Glenne Senter í Vestfold fylki í Noregi sem er þekkingarsetur fyrir einhverfu og skylda þroskaröskun.

Aggression Replacement Training (Goldstein & Glick, 1988;Goldstein, Glick og Gibbs 1998/2000) er vel ígrunduð og árangursrík aðferð til að fyrirbyggja og draga úr erfiðri hegðun hjá börnum og ungu fólki, t.d. þeim sem greinst hafa með þroska-og atferlisröskun, þ. á m. af völdum ofvirkni. Frá því að ART var kynnt fyrir u.þ.b. 15 árum hefur prófessor Arnold P. Goldstein og samstarfsmenn hans, við Háskólann í Syracuse í Bandaríkjunum staðið fyrir þróun aðferðinnar. ART hefur náð útbreiðslu víða í Bandaríkjunum sem og í fleiri löndum svo sem Svíþjóð, Noregi og á Bretlandi.

ART þjálfun byggir á þremur grunnatriðum;
Félagsfærniþjálfun (Skillstreaming),
Sjálfstjórnarþjálfun (Anger Control Training),
Þjálfun í félagslegri aðlögun/nálgun og siðgæði (Moral Reasoning Training)
Hver flokkur er þjálfaður einu sinni í viku, þjálfunin fer fram í litlum hópum með tveimur þjálfum í 40 – 45 mínútur í senn. Þjálfunin miðar að skilvirkri yfirfærslu á aðstæður daglegs lífs. Hún tekur að jafnaði um 12 vikur og byggir að miklu leyti á því að læra með þátttöku í hlutverkaleik (roleplay). Árangur er metinn á markvissan og reglubundinn hátt, m.a. með gátlistum. Foreldrar og þjónustuaðilar (kennarar, tómstundafræðingar, þroskaþjálfar, uppeldisfulltrúar, starfsmenn meðferðarstofnana o.s.frv.) eru virkir í þjálfun hvers einstaklings.

Námskeiðið fer fram á ensku og námskeiðsgjald er kr. 15.000,-
Þátttaka tilkynnist á www.throska.is eða á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur í síma 535 5000 eða á netfang erlag@grunnskolar.is fyrir 30. ágúst nk..

Þeir sem vilja kynna sér aðferðir ART nánar er bent á meðfylgjandi grein og eftirtaldar vefsíður;
www.glennesenter.no, www.oasen.com, www.ungart.no, www.agressionreplasementtraining.org og á www.skolestua.hive.no

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica