Sískráning tilkynninga í barnaverndarmálum

16 des. 2004

Í ársbyrjun 2004 hófst samstarf barnaverndarnefnda, Barnaverndarstofu og Neyðarlínunnar um móttöku tilkynninga fyrir barnaverndarnefndir. Reynslan af þessu verkefni hefur verið jákvæð og margir samstarfsaðilar látið í ljósi ánægju með að hægt er að hafa samband við eitt símanúmer vegna tilkynninga og ekki lengur þörf á að reyna að finna hvert símanúmer nefndarinnar er. Eins og stendur er unnið að frekari kynningu á þessu fyrirkomulagi.

Með tilkomu þessa fyrirkomulags hefur orðið unnt að fá betra yfirlit yfir þær tilkynningar sem berast nefndum, þ.e. þær tilkynningar sem berast gegnum Neyðarlínan - 112. Barnaverndarstofa hefur lengi haft áhuga á því að fá yfirlit yfir umfang starfsins hjá nefndunum með því að hafa á hverjum tíma upplýsingar um fjölda þeirra tilkynninga sem berast. Eins og staðan er nú safnar Barnaverndarstofa saman heildartölum yfir störf nefndanna árlega, og er þá að fá tölur sem eru allt að 1 1/2 - 2ja ára gamlar. Það gefur auga leið að þær tölur eru ekki nothæfar ef gefa á traustar upplýsingar um stöðu málaflokksins á hverjum tíma. Því hefur verið ákveðið að safna saman upplýsingum um fjölda tilkynninga allra nefnda mánaðarlega. Tilgangurinn er m.a. að geta svarað ýmsum fyrirspurnum, innlendum og erlendum, um fjölda tilkynninga, hvers eðlis þær eru og hvort algengt sé að grípa þurfi til neyðarráðstafana í kjölfar tilkynninga. Þá má einnig gera ráð fyrir að þessar upplýsingar geti verið gagnlegar fyrir nefndirnar sjálfar sem geta frekar gert áætlanir um störf sín og þörf á úrræðum þegar
ávallt er hægt að skoða nýjar tölur um umfang starfsins.

Sískráning tilkynninga hefst 1. janúar 2005 og því gert ráð fyrir að fyrstu tölurnar verði birtar í byrjun febrúar á heimasíðu Barnaverndarstofu.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica