Stefnumarkandi áætlun til þriggja ára

5 júl. 2005

Barnaverndarstofa hefur gefið út stefnumarkandi áætlun fyrir tímabilið 2005-2008 í samræmi við reglur um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana. Áætlunin byggir á lögmæltu hlutverki Barnaverndarstofu samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002 og endurspeglar stefnumörkun og megináherslur í starfsemi stofunnar á komandi árum. Áætlunin endurspeglar nýtt skeið í starfsemi Barnaverndarstofu. Fyrstu starfsár einkenndust af mikilli uppbyggingu og breytingum, m.a. á sviði meðferðar fyrir börn og með stofnun Barnahúss. Nú og um næstu framtíð munu áherslur Barnaverndarstofu beinast að því að meta árangur af uppbyggingarstarfinu, þar á meðal núverandi meðferðarkerfi, þróa ný úrræði í stað langtímameðferðar og efla innviði stofnunarinnar til að hún megi bjóða í auknum mæli upp á vandaða og hagkvæma þjónustu fyrir barnaverndarnefndir landsins og aðra þá aðila sem vinna að barnavernd. Barnaverndarstofa hefur sett sér eftirfarandi meginmarkmið sem hún mun vinna að á næstu þremur árum:

1. Að efla barnaverndarstarf á vegum ríkisins með því að greina úrlausnarefni á málefnasviðinu, fylgjast með þróun málaflokksins og leggja reglubundið fram tillögur til endurbóta við félagsmálaráðuneytið og í kjölfarið taka þátt í framkvæmd þeirra.

2. Að efla þjónustu stofnunarinnar þannig að hún verði markvissari, aðgengilegri og skjótari og ávallt í samræmi við þarfir viðskiptavina á hverjum tíma. Þetta á bæði við um ráðgjöf, fræðslu, eftirlit og rekstur heimila og stofnana á vegum stofnunarinnar. Tryggt sé að jafnræði ríki gagnvart þeim sem stofnunin hefur samskipti við.

3. Að bæta hæfni, getu og nýtingu starfsfólks Barnaverndarstofu.

4. Að hámarka nýtingu og virðisauka fjármuna sem lagðir eru til stofnunarinnar.

Hverju meginmarkmiði er skipt niður í nokkur starfsmarkmið, sem fela í sér mælanlegt takmark stofnunarinnar og mælikvarða á árangur. Í tengslum við starfsmarkmið er getið um einstök verkefni sem eru í gangi eða ætlað er að hrinda í framkvæmd til að stuðla að framgangi áætlunarinnar. Hér má geta um ýmis rannsóknarverkefni, svo sem rannsókn sem nú stendur yfir á framburði barna sem koma í Barnahús og fyrirhugaða athugun á líkamlegu ofbeldi á börnum í Íslandi. Þá hyggst Barnaverndarstofa beita sér fyrir þróun nýrra meðferðarúrræða, fyrst og fremst fjölþáttameðferðar fyrir börn (Multisystemic Therapy MST). Meðal annarra verkefna má nefna mat á árangri meðferðarheimila sem rekin eru á ábyrgð ríkisins, mat á árangri af styrktu fóstri og mat á árangri Barnahúss.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica