Sakfellingum í kynferðisbrotamálum hefur ekki fjölgað

2 nóv. 2005

Barnaverndarstofa hefur tekið saman upplýsingar um umfang og afdrif mála er varðar meint kynferðisbrot gegn börnum í barnaverndar- og réttarvörslukerfinu sl. áratug. Samantektin leiðir í ljós að þrátt fyrir því sem næst tvöföldun á málafjölda sem hefur sakfellingum ekki fjölgað. Upplýsingarnar byggja annars vegar á gögnum úr rannsókn á vegum stofunnar vegna áranna 1995 til 1997 og hins vegar á gögnum frá Barnahúsi, dómstólaráði og ríkissaksóknara fyrir árin 2002 til 2004.

Enda þótt meðfylgjandi tölur kunni ekki að vera fullkomlega samanburðarhæfar í einstökum atriðum vegna mismunandi aðferða við gagnaöflun, gefa þær engu að síður góða mynd af þeirri þróun sem verið hefur. Athyglisvert er að á þessum áratug hafa mál sem hljóta meðferð hjá barnaverndaryfirvöldum vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni u.þ.b. tvöfaldast. Þrátt fyrir þetta hefur ekki átt sér stað nein fjölgun sakfellinga en fjöldi þeirra er nánast sá sami að meðaltali á tímabilinu. Það er mat Barnaverndarstofu að þessar upplýsingar kalli á endurmat á gildandi lagareglum um meðferð þessara mála, einkum m.t.t. þeirra breytinga á lögum um meðferð opinberra mála sem gildi tóku vorið 1999.

Barnaverndarstofa hefur nú þegar leitað eftir því við fulltrúa réttarvörslukerfisins og barnaverndarnefnda um að þeir sameiginlega yfirfari framkvæmd þessara mála.

Hér má sjá töflu yfir þróun þessara mála


Þetta vefsvæði byggir á Eplica