Starfsdagur Barnaverndarstofu með félagsmálastjórum og framkvæmdastjórum barnaverndarnefnda

12 des. 2005

Þann 3. des. sl. hélt Barnaverndarstofa starfsdag með félagsmálstjórum og framkvæmdastjórum barnaverndarnefnd. Markmið fundarins var að fjalla um málaflokkinn og þau verkefni sem framundan eru, ræða samstarf barnaverndarnefnda og Stofunnar auk þess sem Barnaverndarstofa kynnti stefnumarkandi áætlun sína fyrir árin 2005 – 2008.

Í samantekt í lok dagsins fjallaði Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um nokkur þeirra atriði, sem rædd höfðu verið fyrr um daginn og sem þarf að skoða frekar.

1. Starfsálag þeirra sem vinna í barnavernd er mikið. Til að auka skilning á málaflokknum og fá fleira fólk til starfa þarf að huga að því hvernig unnt verði að lyfta barnaverndarmálunum upp í samfélaginu og gera barnaverndarvinnuna sýnilegri. Í því sambandi er nauðsynlegt að fleiri barnaverndarstarfsmenn tjái sig í fjölmiðlum um starfið, verkefnin og úrræðin.

2. Úrræðaleysi var fundarmönnum ofarlega í huga. Meðferðarheimilin sem rekin eru anna eftirspurn í dag, en skortur er á stuðningi og úrræðum í því umhverfi sem börnin búa. Barnaverndarstofa stefnir að því að koma á fót MST hér á landi, en eins og er hefur ekki fengist fjármagn til verkefnisins.

Fósturmálin eru að hluta samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga. Fyrir tæpum tveimur árum byrjaði Barnaverndarstofa að þjálfa og mennta fósturforeldra samkvæmt PRIDE-kerfinu og stefnir að því að geta tekið í notkun framhaldsnám í sama kerfi.

3. Líkamlegt ofbeldi barna hefur fengið of litla athygli hjá barnaverndarstarfsmönnum og líklega er samfélagið allt í ákveðinni afneitun varðandi það. Því þarf að auka meðvitund um líkamlegt ofbeldi gegn börnum. Fyrir nokkrum árum síðan bauð Barnaverndarstofa bandarískum barnalækni, John Stirling, til landsins og var hann aðal fyrirlesari á ráðstefnu um þetta efni. Spurning er hvort ekki sé tímabært að bjóða honum aftur til landsins.

Alls tóku um 40 manns þátt í starfsdeginum, sem heppnaðist mjög vel. Var ákveðið að gera svona starfsdag að árlegum viðburði.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica