Foster Pride námskeið

16 feb. 2006

Í september verður haldið Foster Pride námskeið fyrir verðandi og starfandi fósturforeldra. Skilyrði til þátttöku er að viðkomandi hafi samþykki barnaverndarnefndar í heimilisumdæmi sínu sem fósturforeldri. Hægt er að skrá sig á námskeiðið þótt ekki séu komnar endanlegar dagsetningar.

Samkvæmt 9. gr. reglugerðar um fóstur nr. 804/2004 ber umsækjanda að sækja námskeið á vegum Barnaverndarstofu áður en leyfi er veitt. Markmið með námskeiði er annars vegar að leggja mat á hæfni umsækjanda og hins vegar að veita umsækjanda nauðsynlega þjálfun og undirbúa hann undir hlutverk sitt.

Barnaverndarstofa hefur því fest kaup á afnotarétti á námskeiði sem kallast Foster- Pride sem er er bandarískt að uppruna og uppbyggt sem undirbúningsnámskeið fyrir fósturforeldra og mat á hæfni þeirra. Kennslufyrirkomulag er í fyrirlestrarformi, umræður, hópvinna, æfingar og heimaverkefni. Þar sem stefnan er að þeir sem hafa sótt námskeiðið gangi fyrir við val á fósturforeldrum er þeim boðið að taka þátt sem áður hafa fengið leyfi Barnaverndarstofu. Ef um hjón eða sambýlisfólk er að ræða er skilyrði að báðir sæki námskeiðið. Hámark þátttakenda á námskeiðinu eru 20 og mikilvægt að allir geti mætt alla daga námskeiðsins.

Markmið námskeiðsins er að gera fósturforeldra hæfari í hlutverki sínu. Lagðar eru áherslur á 5 megin hæfniskröfur sem eru að geta annast og alið upp barn, þekkja þroskaferli barns og mætt frávikum í því ferli, stuðla að tengslum barns við fjölskyldu þess, geta unnið í teymi og stuðlað að því að barnið myndi traust og þroskandi tengsl við fjölskyldu sem ætlað er að vara til frambúðar.

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig á námskeiðið hafi samband við Hildi Sveinsdóttir á Barnaverndarstofu, hildur@bvs.is

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica