Alþjóðabarnaverndarsamtökin ISPCAN verðlauna Barnahús!

22 feb. 2006

Alþjóðlegu barnaverndarsamtökin ISPCAN, International Society for the Prevention of Child Abuse and Neglect), hafa tilkynnt forstjóra Barnaverndarstofu að ákveðið hafi verið Barnahúsið hljóti svonefnd Multidiciplinary Team Award fyrir árið 2006. Verða verðlaunin afhent á heimsráðstefnu samtakanna í York á Englandi í byrjun september n.k.

ISPCAN eru einu þverfaglegu heimssamtökin á sviði barnaverndar og hafa að markmiði að vinna gegn hvers konar ofbeldi og vanrækslu barna alls staðar í veröldinni. Samtökin voru stofnuð árið 1977. Snar þáttur í starfsemi þeirra er að miðla fræðslu á meðal fagfólks úr ólíkum fræðigreinum um vísindalegar rannsóknir, starfsemi og verklag sem telst til fyrirmyndar á sviði barnaverndar auk þess að auka þekkingu og vitund almennings sem stjórnvalda á réttindum og þörfum barna. ISPCAN annast margháttaða þjálfun og fræðslu, t.d með útgáfu ritsins Child Abuse and Neglect, sem er helsta fræðitímarit um barnavernd sem þekkist. Starfsemi samtakanna rís hæst á heimsráðstefnum sem haldnar eru annað hvert ár og álfuráðstefnum sem haldnar eru árin þar á milli. Frekari upplýsingar um ISPCAN má finna á heimasíðu samtakanna www.ispcan.org

Í tengslum við heimsráðstefnur sínar hefur ISPCAN veitt nokkur verðlaun fyrir frumkvæði og framúrskarandi framlag á ýmsum sviðum barnaverndar. Multidiciplinary Team Award eru nú veitt í annað sinn en verðlaunahafi er valin úr hópi tilnefninga sem berast samtökunum. Barnahús var tilnefnt til þessara verðlauna af Dr. Patty Toth, lögfræðingi hjá Washington State Criminal Justice Commission og fyrrum samstarfsmanna hennar hjá Harbourview Medical Center í Seattle, en þeir hafa fylgst með stofun og starfsemi Barnahúss frá upphafi. Í tilnefningunni kom fram það álit að Barnahúsið hafi valdið þáttaskilum á meðferð kynferðisbrotamála á Íslandi, einkum með tilliti til þarfa og réttinda barna. Þá hafi framlag Íslands til að vinna að framgangi þverfaglegra vinnubragða varðandi kynferðisbrot gegn börnum í Evrópu verið einkar árangursríkt eins og opnun barnahúsa í Svíþjóð beri ótvíræðan vitnisburð um.

Í tengslum við tilnefninguna var forstjóra Barnaverndarstofu boðið á hina árlegu Alþjóðlegu barnaverndarráðstefnu í San Diego ( sjá:http://www.chadwickcenter.org), sem var haldin í tuttugusta sinn í janúar sl. Þar flutti hann erindi um aðdragandann að stofnun Barnahúss, starfsemi þess og útbreiðslu þeirra hugmynda sem liggja að baki starfinu í Evrópu.

Barnahúsið hefur áður fengið ýmsa viðurkenningu, t.d. frá Save the Children Europe árið 2002 svo og fyrstu viðurkenningu samakanna Barnaheilla fyrir sérstakt framlag í málefnum barna og réttindi þeirra árið 2002. Verðlaunaveiting ISPCAN nú er líkleg til að skapa mikinn áhuga á Barnahúsi, ekki einungis í Evrópu svo sem verið hefur, heldur mun víðar.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica