Starfsdagar meðferðaheimilanna og Stuðla á Hótel Rangá

20 mar. 2006

Dagana 23. og 24. mars 2006 halda Barnaverndarstofa, meðferðarheimili hennar og Stuðlar sína árlegu starfsdaga. Slíkir starfsdagar eru að öllu jöfnu haldnir 2svar á ári. Markmiðið með starfsdögunum er að fræðast og að gefa starfsmönnum heimilanna kost á að hafa samráð og deila reynslu.

Að þessu sinni mun Thelma Ásdísardóttir höfundur bókarinnar “Myndin af pabba” segja m.a. frá starfi sínu í Stígamótum og hvernig megi nálgast einstaklinga sem grunur leikur á að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þá mun Þórarinn Viðar Hjaltason sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun fjalla um siðblindu. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu mun kynna niðurstöður Evrópuráðs um réttindi barna á stofnunum og spáir jafnframt í stöðuna í meðferðarmálum.

Starfsmönnum gefst tækifæri til að ræða hvað sé efst á baugi á Stuðlum og meðferðarheimilunum. Hver staður fyrir sig fær þá svigrúm til að gera grein fyrir sínum hugðarefnum eða stofna til umræðna um hin ýmsu málefni er varða starfsemi þeirra, t.d. um hvað er á döfinni – hvað gengur vel – hvað má betur fara, meðferðarstarfið, skipulagningu, samskipti við hina ýmsu aðila o.s.frv. Að lokum verður farið í heimsókn á Meðferðarheimilin Geldingalæk og Götusmiðjuna Akurhól.

Starfsdagar sem þessir hafa sannað sig hafa mikilvægt gildi fyrir starfsmenn heimilanna, þar sem gefst færi á að skiptast á skoðunum og vega og meta eigið starf í ljósi þess sem aðrir eru að gera við svipaðar aðstæður.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica