Starfsdagur með félagsmálastjórum tókst vel

29 mar. 2007

Fimmtudaginn 15. mars hélt Barnaverndarstofa starfsdag með félagsmálastjórum. Fundurinn var haldinn á hótel Glym í Hvalfirði og tókst mjög vel. Alls mættu 23 félagsmálastjórar og starfsmenn barnaverndarnefnda víðsvegar af landinu.

Farið var yfir stöðu barnaverndarmála í dag. Auk þess var fjallað um fræðslu- og skráningarmál og rætt hvers konar fræðslu væri þörf á. Ákveðið var að safna saman mánaðarlega upplýsingum um fjölda barna þar sem ákveðið var að hefja könnun þar sem flestum þátttakendum starfsdagsins fannst það mjög mikilvæg upplýsing. Nýtt sískráningareyðublað verður því sent öllum barnaverndarnefndum landsins.

Farið var yfir vinnslu barnaverndarmála og ræddar þær spurningar sem starfsmenn nefndanna voru að velta fyrir sér. Farið var yfir vistun barna utan heimilis og einkum rætt um börn sem hvergi ættu heima í kerfinu.

Í lok dags var farið yfir barnavernd og fjölmiðla og hvað hægt sé að gera til að beina athyglinni að málaflokknum.

Slegið var á léttari strengi í lok dags og voru hernámsminjar í Hvalfirði skoðaðar og endaði kvöldið á glæsilegum kvöldverði í boði Barnaverndarstofu.

Dagskrá fundarins má sjá hér.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica