Evrópusamningur gegn kynferðisofbeldi

30 mar. 2007

Í morgun náðist samkomulag í sérfræðinganefnd allra aðildaríkja Evrópuráðsins um tillögu að bindandi samningi um vernd barna gegn kynferðisofbeldi og kynferðislegri misneytingu. Samningurinn tekur m.a. til aðgerða á sviði forvarna, málsmeðferðar við rannsóknir mála, refsiramma brota, stuðnings við börn sem sætt hafa kynferðisofbeldi og fjölskyldur þeirra, meðferðar og eftirlits með kynferðisbrotamönnum og alþjóðlegrar samvinnu á þessu sviði. Sett verður á laggirnar eftirlitsnefnd með framkvæmd samningsins.

Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu var fulltrúi Íslands í þessari vinnu. Að hans mati er samningurinn sérstakt fagnaðarefni, ekki síst þar sem öll meginsjónarmið sem liggja til grundvallar starfsemi Barnahúss hafa nú hlotið alþjóðlega viðurkenningu og barnahússins er sérstaklega getið í skýringum með samningnum.

Stefnt er að því að samningurinn hljóti formlega afgreiðslu hjá Evrópuráðinu síðar á þessu ári. Gangi það eftir er hér um að ræða fyrsta alþjóðasamning sinnar tegundar, en aldrei fyrr hefur bindandi samningur verið gerður um þetta viðfangsefni á alþjóðlegum vettvangi.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica