Evrópusamningur gegn kynferðisofbeldi

30 mar. 2007

Í morgun náðist samkomulag í sérfræðinganefnd allra aðildaríkja Evrópuráðsins um tillögu að bindandi samningi um vernd barna gegn kynferðisofbeldi og kynferðislegri misneytingu. Samningurinn tekur m.a. til aðgerða á sviði forvarna, málsmeðferðar við rannsóknir mála, refsiramma brota, stuðnings við börn sem sætt hafa kynferðisofbeldi og fjölskyldur þeirra, meðferðar og eftirlits með kynferðisbrotamönnum og alþjóðlegrar samvinnu á þessu sviði. Sett verður á laggirnar eftirlitsnefnd með framkvæmd samningsins.

Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu var fulltrúi Íslands í þessari vinnu. Að hans mati er samningurinn sérstakt fagnaðarefni, ekki síst þar sem öll meginsjónarmið sem liggja til grundvallar starfsemi Barnahúss hafa nú hlotið alþjóðlega viðurkenningu og barnahússins er sérstaklega getið í skýringum með samningnum.

Stefnt er að því að samningurinn hljóti formlega afgreiðslu hjá Evrópuráðinu síðar á þessu ári. Gangi það eftir er hér um að ræða fyrsta alþjóðasamning sinnar tegundar, en aldrei fyrr hefur bindandi samningur verið gerður um þetta viðfangsefni á alþjóðlegum vettvangi.

Nýjustu fréttir

19. okt. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 9 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

12. okt. 2021 : Náum áttum - morgunverðarfundur miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 8:30-10:00 á Zoom

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál eftirfarinna aðila: Barnaheill-Save the Children á Íslandi, Barnaverndastofa, Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frístundaþjónustu, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Heimili og skóli, IOGT á Íslandi, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmaður barna, Vímulaus æska/Foreldrahús og Þjóðkirkjan.

 

Yfirskift fundarins er: Leiðir að félagsfærni og vellíðan barna í skólum og er fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér .

Skráning fer fram á naumattum.is

Hjólabrettastelpa

23. ágú. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 6 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica