Auglýst eftir áhugasömu fólki til starfa í fjölkerfameðferð

20 jún. 2008

Óskað er eftir sálfræðingum með góða faglega þekkingu og reynslu af meðferðarvinnu í tvær stöður handleiðara/teymisstjóra. Um er að ræða fullt starf sem felst í faglegri stjórnun og handleiðslu í teymi með 3-4 þerapistum samkvæmt aðferðafræði MST.

Óskað er eftir einstaklingum með háskólapróf á sviði heilbrigðis- eða félagsgreina og góða faglega þekkingu og reynslu af meðferðarvinnu í 6-8 stöður þerapista sem mynda tvö 3-4 manna teymi. Um er að ræða fullt starf og er unnið eftir meðferðarreglum og aðferðum MST. Nánari upplýsingar um störfin og ráðningarskilyrði er að finna á Starfatorgi (www.starfatorg.is).

Við úrvinnslu umsókna um störfin gildir mat Barnaverndarstofu á hæfni og eiginleikum umsækjenda. Launakjör þerapista eru samkvæmt kjarasamningum Barnverndarstofu við: Þroskaþjálfafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Útgarð og Sálfræðingafélag Íslands. Launakjör handleiðara/teymisstjóra eru samkvæmt kjarasamningi Barnaverndarstofu og Sálfræðingafélags Íslands.

Umsóknarfrestur er til 7. júlí. Allar umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests ef starf losnar að nýju.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Hauksson verkefnisstjóri á Barnaverndarstofu í síma 530 2600 (www.bvs.is). Umsóknum má einnig skila rafrænt til halldor@bvs.is.


Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica