Fækkun tilkynninga í barnaverndarmálum

15 okt. 2008

Þegar fyrstu sex mánuðir áranna 2007 og 2008 eru bornir saman kemur í ljós að tilkynningum hefur fækkað úr 4.383 í 3.940. Fækkunin milli ára er rúmlega 10%. Þessa fækkun má einkum skýra með fækkun tilkynninga frá lögreglu. Á fyrstu sex mánuðum yfirstandandi árs bárust barnaverndarnefndum 2.144 skýrslur frá lögreglu en árið 2007 voru þær 2.568. Tilkynningum frá lögreglu hefur því fækkað um 424 þegar litið er til fyrstu sex mánaða hvors árs um sig.

Flestar tilkynningar eru vegna áhættuhegðunar barna eða 51,4% allra tilkynninga. Alls eru 28% tilkynninga vegna vanrækslu á börnum, 19,6% vegna ofbeldis gegn börnum og 0,9% vegna þess að heilsu eða lífi ófædds barns var stefnt í hættu.

Tilkynnt var um 3.393 börn á fyrstu sex mánuðum ársins 2008 en sambærileg tala í fyrra var 3.567. Tilkynnt hefur því verið um 5% færri börn á fyrstu sex mánuðum ársins 2008 en 2007.

Umsóknum um meðferð hefur fækkað á þessu tímabili. Umsóknir voru 68 á fyrstu sex mánuðum ársins 2008 en í fyrra voru þær 81 á sama tímabili sem er um 16% fækkun. Fækkunin hefur orðið mest í umsóknum um langtímameðferð en þeim umsóknum hefur fækkað úr 26 í 19 milli áranna 2007 og 2008. Fækkun umsókna má einkum skýra með færri umsóknum frá Barnavernd Reykjavíkur en umsóknum frá Reykjavík hefur fækkað um 16 milli ára (eða 40%). Umsóknum um meðferð hefur þó fjölgað milli ára frá nefndum á landsbyggðinni. Stúlkur eru nú í fyrsta sinn í meirihluta þeirra barna sem sótt er um meðferð fyrir. Þess má auk þess geta að meðalaldur barnanna hefur hækkað og er nú um 16 ár.

Umsóknum um fósturheimili fyrir börn hefur fækkað úr 59 í 45 á umræddu tímabili eða um tæp 24%. Fækkunin stafar af færri umsóknum um tímabundið fóstur. Umsóknum fólks sem óskar eftir að gerast fósturforeldrar hefur einnig fækkað og voru umsóknir 25 á fyrstu sex mánuðum ársins 2008 en voru 35 árið 2007 eða tæplega 29%.

Hér má sjá skýrslu með sundurliðun á þessum samanburði.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica