Fækkun tilkynninga í barnaverndarmálum

15 okt. 2008

Þegar fyrstu sex mánuðir áranna 2007 og 2008 eru bornir saman kemur í ljós að tilkynningum hefur fækkað úr 4.383 í 3.940. Fækkunin milli ára er rúmlega 10%. Þessa fækkun má einkum skýra með fækkun tilkynninga frá lögreglu. Á fyrstu sex mánuðum yfirstandandi árs bárust barnaverndarnefndum 2.144 skýrslur frá lögreglu en árið 2007 voru þær 2.568. Tilkynningum frá lögreglu hefur því fækkað um 424 þegar litið er til fyrstu sex mánaða hvors árs um sig.

Flestar tilkynningar eru vegna áhættuhegðunar barna eða 51,4% allra tilkynninga. Alls eru 28% tilkynninga vegna vanrækslu á börnum, 19,6% vegna ofbeldis gegn börnum og 0,9% vegna þess að heilsu eða lífi ófædds barns var stefnt í hættu.

Tilkynnt var um 3.393 börn á fyrstu sex mánuðum ársins 2008 en sambærileg tala í fyrra var 3.567. Tilkynnt hefur því verið um 5% færri börn á fyrstu sex mánuðum ársins 2008 en 2007.

Umsóknum um meðferð hefur fækkað á þessu tímabili. Umsóknir voru 68 á fyrstu sex mánuðum ársins 2008 en í fyrra voru þær 81 á sama tímabili sem er um 16% fækkun. Fækkunin hefur orðið mest í umsóknum um langtímameðferð en þeim umsóknum hefur fækkað úr 26 í 19 milli áranna 2007 og 2008. Fækkun umsókna má einkum skýra með færri umsóknum frá Barnavernd Reykjavíkur en umsóknum frá Reykjavík hefur fækkað um 16 milli ára (eða 40%). Umsóknum um meðferð hefur þó fjölgað milli ára frá nefndum á landsbyggðinni. Stúlkur eru nú í fyrsta sinn í meirihluta þeirra barna sem sótt er um meðferð fyrir. Þess má auk þess geta að meðalaldur barnanna hefur hækkað og er nú um 16 ár.

Umsóknum um fósturheimili fyrir börn hefur fækkað úr 59 í 45 á umræddu tímabili eða um tæp 24%. Fækkunin stafar af færri umsóknum um tímabundið fóstur. Umsóknum fólks sem óskar eftir að gerast fósturforeldrar hefur einnig fækkað og voru umsóknir 25 á fyrstu sex mánuðum ársins 2008 en voru 35 árið 2007 eða tæplega 29%.

Hér má sjá skýrslu með sundurliðun á þessum samanburði.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica