Málstofur um barnavernd

6 nóv. 2008

Barnaverndarstofa hefur staðið fyrir málstofum um þjónustu fyrir foreldra sem glíma við fíknisjúkdóma. Á málstofunum hafa fulltrúar frá SÁÁ, Landspítala og Samhjálp kynnt þjónustu á þeirra vegum fyrir þennan hóp. Málstofurnar eru liður í því að leita leiða til að styrkja starf barnaverndarnefnda í meðferð mála foreldra sem glíma við fíknisjúkdóma. Upptaka af málstofunum eru aðgengilegar á heimasíðu Barnaverndarstofu.

Þá var málstofa um áhrif áfengisneyslu mæðra á meðgöngu og fyrstu æviár barna þar sem Geir Gunnlaugsson læknir fjallaði m.a. um mikilvægi þess að foreldrar séu fræddir um skaðsemi neyslu áfengis. Rannsóknir hafa sýnt fram á að viðvarandi streita ungra barna skaðar heilann, dregur úr vexti hans og minnkar mótstöðuafl líkamans gegn langvinnum heilsufarsvandamálum fram á fullorðinsár.

Hér á landi skortir sérhæfð meðferðarúrræði í geðheilbrigðisþjónustu fyrir foreldra og börn þeirra undir 5 ára aldri. Frá byrjun þessa árs hafa Stefanía Arnardóttir hjúkrunarfræðingur, Anna María Jónsdóttir geðlæknir, Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir og Helga Hinrikdsóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir unnið markvisst að undirbúningi stofnunar Miðstöðvar foreldra og barna sem ætlað er að sinna þessum hópi og munu þær kynna þetta úrræði á málstofu þann 17. nóvember nk.

Síðasta málstofa haustsins verður um meðvirkni í vinnu með foreldrum sem glíma víð fíknisjúkdóma en Erla B. Sigurðardóttir félagsráðgjafi mun fjalla um þetta efni 24. nóvember nk.

Málstofurnar verða sem fyrr í fundarsal Barnaverndarstofu, Borgartúni 21 og hefjast kl. 12:15

Nýjustu fréttir

12. maí 2022 : Nýir starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu

Ráðningar forstöðumanna á meðferðarheimilum

Lesa meira

14. mar. 2022 : Náum áttum - Skóli fyrir öll börn. Lausnir og tækifæri til farsældar.

Morgunverðarfundur miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 8:30-10:00 á ZOOM

Lesa meira

04. mar. 2022 : Opnun Barna- og fjölskyldustofu

Í gær var haldin formleg opnun Barna- og fjölskyldustofu. Af því tilefni færði Ásmundur Einar Daðason Mennta- og barnamálaráðherra Ólöfu Ástu Farestveit forstjóra Barna- og fjölskyldustofu fallega mynd af hjarta með þeim orðum að stofan væri hjartað í barnaverndarkerfinu. 

11. feb. 2022 : 112-dagurinn – ofbeldi og rétt samskipti við neyðarverði 112

Þann 11. febrúar ár hvert heldur Neyðarlínan upp á 112 daginn, til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica