Starfsdagur Barnaverndarstofu og félagsmálastjóra

25 feb. 2009

Föstudaginn 20. febrúar sl. efndi Barnaverndarstofa til starfsdags með félagsmálastjórum og yfirmönnum barnaverndarstarfs á vegum barnaverndarnefnda. Fundurinn var haldinn í fundarsal Barnaverndarstofu og tókst mjög vel. Alls mættu 35 félagsmálastjórar og starfsmenn barnaverndarnefnda víðsvegar af landinu.

Farið var yfir nýtt skipulag Barnaverndarstofu, yfirlit yfir verkefni síðasta árs og verkefni framundan. Auk þess voru kynntar hugmyndir að breytingum í starfi Stuðla sem mun á árinu 2009 einkennast af sveigjanleika og aukinni eftirmeðferð. Fjallað var um fjölkerfameðferð (MST) en meðferðinni sinnir teymi skipað þremur sálfræðingum og einum félagsráðgjafa auk teymisstjóra sem er sálfræðingur. Frá því í nóvember 2008 hafa alls 18 fjölskyldur notið fjölkerfameðferðar og eftirspurn hefur verið stöðug. Stefnt er að því að fara af stað með annað teymi í lok ársins.

Umræður sköpuðust um vinnslu barnaverndarmála og úrræði á vegum sveitarfélaga og ríkis. Einkum var rætt um meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu og staðsetningu þeirra.

Efnahagsþrengingar og áhrif þeirra á barnaverndarstarf voru í brennidepli og kynntu fulltrúar Akureyrar, Árborgar og Reykjavíkur stöðu mála og þær aðgerðir sem sveitarfélögin hafa farið af stað með til að standa vörð um velferð barna.

Í lok dags voru kynntar niðurstöður rannsóknar á barnaverndartilkynningum er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum.

Dagskrá fundarins má sjá hér en auk þess má nálgast glærur Braga, Guðrúnar og Ragnheiðar.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica