Námskeið Blátt áfram - Verndarar barna

4 mar. 2009

Samtökin Blátt áfram vinna að forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi á Íslandi, aðstandendur Blátt áfram hafa háleit markmið og í flestum tilvikum tekst þeim að framkvæma þau. Samtökin hafa undan farin ár staðið fyrir námskeiðunum “Verndarar barna” og er markmiðið að þjálfa 40 manns sem leiðbeinendur á næstu 5 árum og ná með því til 11 þúsund fullorðinna á sama tíma. Fyrir hvern einn fullorðinn sem situr námskeiðið er áætlað að náist að vernda 10 börn. Nánari upplýsingar um átakið er að finna á www.blattafram.is

Næsta leiðbeinendanámskeið verður haldið laugardaginn 23 maí, 2009. Tími frá kl 8:30 – 17:00. Þátttaka er skráð á Svava@blattafram.is en námskeiðið verður haldið á skrifstofu Blátt áfram, Haukanesi 23, Garðabæ.

Leiðbeinendanámskeiðið hefst með því að fara í gegnum námskeiðið “Verndarar barna” eins og það er kennt 3 klst og síðan er farið yfir undirbúning og framkvæmd. Námskeiðið er á ensku en umræður á íslensku, þá er íslenska vinnubókin loksins komin úr prentun. Prentunn og útgáfa námsefnisins á íslensku er styrkt af Glitni og Velferðarsjóði Íslenskra Barna. Námskeiðið kostar 65.000 kr.

Innifalið í námskeiðgjaldi námskeiðs fyrir leiðbeinendur:
* Heilsdags námskeið
* Handbók og vinnubók fyrir leiðbeinendur
* DVD diskur með fræðsluefni
* Leiðbeiningar fyrir gerð stefnumótunar og framkvæmdaráætlana
* Umsagnareyðublöð og leiðbeiningar
* Aðgangur að upplýsingum og samskiptum á netinu
* Aðgangur að heimasíðu Darkness to Light
* Leyfi til að kaupa vinnubækur
* Stuðningur frá samtökunum Blátt áfram við að halda og auglýsa námsk.

Námskeiðið Verndarar Barna:
Forvarnanámskeiðið er tvær og hálf klukkustund og byggist á myndbandssýningu, vinnubók og umræðum stjórnað af leiðbeinenda. Námskeiðið Verndarar barna boðar byltingu í fræðslu, forvörnum og viðbrögðum við kynferðislegri misnotkun á börnum. Markmiðið er að veita fullorðnu fólki öfluga fræðslu og markvissa þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferðislegri misnotkun barna af hugrekki og ábyrgð. Námsefnið Verndarar barna er sérhannað fyrir stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök sem þjóna börnum og unglingum – sem og einstaklinga sem bera ábyrgð á umönnun og verndun barna; sínum eigin eða annarra. Efnið byggist á 7 skrefa bæklingnum til verndar börnunum okkar. Innifalið í verði er verkefnabók og stefnumótunarupplýsingar fyrir félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki sem vinna með börnum.

Nýjustu fréttir

Hjólabrettastelpa

09. mar. 2023 : Málstofa 3 – áhættuhegðun og líðan barna og unglinga á Covidtímum

Málstofa Barna-og fjölskyldustofu “Barnavernd á Covidtímum”.

Lesa meira
Kona á skrifstofu

20. feb. 2023 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndar á fyrstu sex mánuðum áranna 2020, 2021 og 2022.

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa tók við. Mánaðarlega skiluðu barnaverndarnefndir tölulegum upplýsingar varðandi tilkynningar, til Barnaverndarstofu og er nú sömu upplýsingum skilað til Barna- og fjölskyldustofu. Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna á fyrstu sex mánuðum áranna 2020, 2021 og 2022. 

Lesa meira

13. feb. 2023 : Samfélagsmiðlar, áhrifavaldar og miðlalæsi. Morgunverðarfundur - Náum Áttum, miðvikudaginn 15.02.2023

Samfélagsmiðlar, áhrifavaldar og miðlalæsi - hver er staðan og hvernig ætti að kenna?

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica