Starfsdagar meðferðarheimila Barnaverndarstofu og meðferðarstöðvar ríkisins, Stuðla

29 okt. 2009

Dagana 22. og 23. október 2009 voru haldnir árlegir starfsdagar meðferðarheimila Barnaverndarstofu og meðferðarstöðvar ríkisins, Stuðla. Tilgangur þeirra er að efla starfsemi heimilanna, stuðla að faglegri umræðu og skapa vettvang þar sem deila má þekkingu og reynslu. Að undirbúningi starfsdaganna stóðu meðferðarheimilin ásamt starfsmanni Barnaverndarstofu. Starfsdagarnir fóru fram á Hótel Varmahlíð í Skagafirði og tókust afar vel. Til fundarins mættu alls 25 starfsmenn sem telst vera mjög góð mæting.

Umræðuefni fundarins var innra starf meðferðarheimilanna, andfélagsleg hegðun og geðrænn vandi barna. Þórarinn Hjaltason sálfræðingur kynnti tæki til að meta áhættustig hegðunar unglinga – YLS/CMI (Youth Level of Service/Case Management Inventory). Bertrand Lauth barnageðlæknir fjallaði um geðraskanir barna, einkenni, lyfjameðferð og aðra meðferð. Meðferðarheimilin og Stuðlar kynntu styrkleika sína og séreinkenni auk þess sem Stuðlar fjölluðu um mikilvæg atriði í meðferð krefjandi skjólstæðinga með misleitan vanda, viðbrögð við bakslögum, brotthlaupum o.s.frv.

Fram kom það álit starfsmanna að verkefnin krefðust sífellt sértækari aðferða og að endurmenntun yrði að vera í samræmi við þá tilhneigingu. Þrátt fyrir þetta ríkti góður samstarfsandi á fundinum og bjartsýni varðandi framtíðina og mikill metnaður til að bæta og efla innra starf heimilanna.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica