Starfsdagar meðferðarheimila Barnaverndarstofu og meðferðarstöðvar ríkisins, Stuðla

29 okt. 2009

Dagana 22. og 23. október 2009 voru haldnir árlegir starfsdagar meðferðarheimila Barnaverndarstofu og meðferðarstöðvar ríkisins, Stuðla. Tilgangur þeirra er að efla starfsemi heimilanna, stuðla að faglegri umræðu og skapa vettvang þar sem deila má þekkingu og reynslu. Að undirbúningi starfsdaganna stóðu meðferðarheimilin ásamt starfsmanni Barnaverndarstofu. Starfsdagarnir fóru fram á Hótel Varmahlíð í Skagafirði og tókust afar vel. Til fundarins mættu alls 25 starfsmenn sem telst vera mjög góð mæting.

Umræðuefni fundarins var innra starf meðferðarheimilanna, andfélagsleg hegðun og geðrænn vandi barna. Þórarinn Hjaltason sálfræðingur kynnti tæki til að meta áhættustig hegðunar unglinga – YLS/CMI (Youth Level of Service/Case Management Inventory). Bertrand Lauth barnageðlæknir fjallaði um geðraskanir barna, einkenni, lyfjameðferð og aðra meðferð. Meðferðarheimilin og Stuðlar kynntu styrkleika sína og séreinkenni auk þess sem Stuðlar fjölluðu um mikilvæg atriði í meðferð krefjandi skjólstæðinga með misleitan vanda, viðbrögð við bakslögum, brotthlaupum o.s.frv.

Fram kom það álit starfsmanna að verkefnin krefðust sífellt sértækari aðferða og að endurmenntun yrði að vera í samræmi við þá tilhneigingu. Þrátt fyrir þetta ríkti góður samstarfsandi á fundinum og bjartsýni varðandi framtíðina og mikill metnaður til að bæta og efla innra starf heimilanna.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica