Barnavernd í brennidepli

19 nóv. 2009

Undanfarnar vikur hafa viðkvæm málefni er varða nokkur börn verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Barnaverndarstofa telur að umræða um barnavernd sé af hinu góða enda eru barnaverndaryfirvöld, frekar en önnur stjórnvöld, ekki yfir gagnrýni hafin, þau eru handhafar opinbers valds og þurfa allir sem fara með vald aðhald s.s. opinbera umræðu. Barnaverndarstofa leggur hins vegar áherslu á að fjölmiðlar gæti að stjórnarskrárvörðum rétti barna til einkalífs. Einnig ber að hafa í huga að þar sem barnaverndaryfirvöld geta sökum trúnaðar ekki fjallað um einstök mál er hætt við því að umfjöllunin verði einsleit og gefi ekki heildstæða mynd af málinu. Til að bæta úr því hafa fjölmiðlar leitast við að fá sérfræðinga til að fjalla almennt um barnavernd og er það ánægjuefni.

Hér á landi starfa 30 barnaverndarnefndir sem hafa til umfjöllunar málefni 3-4 þúsund barna á hverju ári. Þá eru um 350 börn vistuð í fóstri á ári hverju þar af um 200 í varanlegu fóstri. Á sérhæfðum meðferðarheimilum Barnaverndarstofu eru vistuð um 150 börn á ári hverju. Undanfarna áratugi hefur orðið jákvæð þróun í barnavernd hér á landi eins og í þeim löndum sem við viljum gjarna bera okkur saman við þar sem aukin áhersla er lögð á stuðning og aðstoð við fjölskyldur og samvinnu stofnana. Núgildandi barnaverndarlög frá árinu 2002 leggja einnig ríka áherslu á vandaða málsmeðferð í þeim tilgangi að treysta réttarstöðu foreldra og barna. Þá eru á skrá Barnaverndarstofu fjöldi hæfra fósturforeldra sem eru tilbúnir til að taka að sér annarra manna börn til skemmri og lengri dvalar.

Barnaverndarstarf hefur þó liðið fyrir það hversu erfitt er að fá fagfólk með reynslu til starfa sem veldur auknu álagi á þá starfsmenn sem fyrir eru, fjöldi mála er of mikill, nýliðun mikil og skortur hefur verið á endurmenntun. Meginhlutverk barnaverndarnefnda er að styðja fjölskyldur og styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu. Einnig má ekki gleyma þeirri staðreynd að langflest barnaverndarmál eru unnin í góðri samvinnu við foreldra og börn og barnaverndarstarf hefur orðið til þess að bæta líf fjölda barna og fjölskyldna en því miður ratar umræða um þau mál sjaldan inn á borð fjölmiðla.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica