Meðferð í nærumhverfi á grunni ART-þjálfunar

21 jan. 2010

Barnaverndarstofa hefur gert samning við sveitarfélagið Árborg til tveggja ára um meðferðarúrræði utan stofnana á grundvelli 6. mgr. 7. gr. barnaverndarlaga. Meðferðin er fyrir unglinga með hegðunarerfiðleika, þ.m.t. vímuefnavanda, og fjölskyldur þeirra. Meðferðin fer alfarið fram á heimavelli fjölskyldunnar og er byggð á grunni ART-þjálfunar (félagsfærni, sjálfstjórn og siðferðileg umræða - Aggression Replacement Training) og veitt í formi einstaklings- og fjölskylduráðgjafar, sem og samhæfingar bjargráða í umhverfi fjölskyldunnar.

Þjónustusvæði verkefnisins nær til umdæma barnaverndarnefndar Árborgar, Hveragerðis, Ölfuss, uppsveita Árnessýslu & Flóa og Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu. Heimilt er að taka til meðferðar fjölskyldur utan þessa svæðis sé það gerlegt að mati verkefnissstjórnar og innan þeirra fjárheimilda sem veittar eru til verkefnisins.

Skólaskrifstofa Suðurlands hefur tekið að sér framkvæmd meðferðarinnar samkvæmt sérstökum samningi við Fjölskyldumiðstöð Árborgar. Skipuð er sérstök verkefnisstjórn sem í sitja verkefnisstjóri ART á Suðurlandi sem jafnframt er formaður, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar hjá Fjölskyldumiðstöð Árborgar, framkvæmdasstjóri Skólaskrifstofu Suðurlands og sálfræðingur frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Á næstunni mun Fjölskyldumiðstöð Árborgar í samvinnu við Skólaskrifstofu Suðurlands halda kynningu á framkvæmd þjónustunnar fyrir félagsmálastjóra og barnaverndarstarfsmenn á þjónustusvæðinu. Þar munu m.a. verða útskýrðir verkferlar varðandi umsóknir osfv. en umræddur samningur gerir ráð fyrir að barnaverndarnefndir á ofangreindu þjónustusvæði sæki um meðferð til verkefnisstjóra ART á Suðurlandi (hjá Skólaskrifstofu Suðurlands) sem fer með daglega stjórnun meðferðarinnar.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica