Málstofa um barnavernd

25 ágú. 2010

Barnaverndarstofa, í samvinnu við Barnavernd Reykjavíkur, félagsráðgjafardeild HÍ og faghóp félagsráðgjafa í barnavernd, stendur reglulega fyrir málstofum þar sem fjallað er um ólík efni er tengjast barnavernd og barnaverndarstarfi. Næsta málstofa verður haldin mánudaginn 27. september og hefst kl. 12.15 í fundarsal Barnaverndarstofu. Efni málstofunnar verður "Mikilvægi forvarna í barnaverndarstarfi" Anný Ingimarsdóttir félagsráðgjafi mun þá fjalla um forvarnarstefnu Sveitarfélagsins Árborgar og aðkomu barnaverndar að því starfi. Forvarnarstefna Sveitarfélagsins Árborgar og aðgerðaráætlun, sem henni fylgir, var samþykkt í bæjarráði þann 10. júlí 2008 og var aðgerðaráætlun nýlega endurskoðuð fyrir tímabilið 2010-2013. Aðgerðir á sviði almennra og sértækra forvarna eru skilgreindar innan tiltekinna aldurshópa frá frumbernsku upp í framhaldsskólaaldur. Aðgerðir eru tímasettar, ábyrgðarmenn og samstarfsaðilar tilgreindir en niðurstöður Rannsókna & greiningar ehf. gegna mikilvægu hlutverki varðandi árangursmat.

Málstofan er fyrst og fremst ætluð barnaverndarstarfsmönnum, samstarfsfólki þeirra og þeim sem áhuga hafa á barnaverndarstarfi.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica