Evrópuráðið – Íslenska fordæmið verði hvatning!

26 okt. 2010

Í viðtali við vikulega veftímaritið New Europe segir Maud de Boer- Buquicchio aðstoðarframkvæmdarstjóri Evrópuráðsins að sér þyki mikið til íslenska Barnahússins koma og lætur í ljós þá von að það verði aðildarríkjunum hvatning til dáða við að hrinda í framkvæmd barnvænlegu réttarkerfi. Viðtalið má lesa hér.

Evrópuráðið undirbýr nú herferð til að auka samfélagsvitund í aðildarríkjunum um vernd barna gegn kynferðisofbeldi. Markmiðið er að vekja almenning, ekki síst foreldra, til vitundar um þá hættu sem steðjar að börnum í þessum efnum og sífellt tekur á sig nýjar myndir. Með þessum aðgerðum hvetur Evrópuráðið jafnframt stjórnvöld hvers aðildarríkis til að fullgilda og hrinda í framkvæmd nýjum sáttmála Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misbeitingu og kynferðisofbeldi. Evrópusáttmálinn, CETS nr. 201, sem öðlaðist gildi hinn 1. júlí sl. á sér ekki hliðstæðu þar sem hann tekur heildstætt á öllum hliðum þessa vandamáls.

Ísland hefur enn ekki fullgilt sáttmálann en undirbúningur að því er á vegum dómsmálaráðuneytis. Sáttmálinn hefur m.a. að geyma þá hugmyndafræði sem íslenska Barnahúsið byggir á, þ.e. að rannsókn mála fari fram í barnvænlegu umhverfi og að ólíkar stofnanir sem vinni að úrlausn mála vinni saman til þess að sem best verði komið til móts við þarfir barnsins. Þá eru verið að leggja lokahönd á leiðbeiningar Evrópuráðsins um barnvænlegt réttarkerfi (Guidelines for Child-friendly Justice) en í þeim er sérstaklega mælt með fyrirkomulagi við skýrslutöku á börnum eins og tíðkast hérlendis í Barnahúsi. Forstjóri Barnaverndarstofu átti sæti í báðum sérfræðingahópunum sem sömdu Sáttmálann og Leiðbeiningar Evrópuráðsins.

Herferð Evrópuráðsins verður hrint af stað með ráðstefnu í Róm dagana 29.-30. nóvember. Hún verður sett af forseta Ítaliu og búist er við þátttöku ráðherra margra Evrópuríkja á fundinum. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu hefur þekkst boð um að flytja erindi á ráðstefnunni.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica