Átta ára drengur óskar eftir íbúð

1 feb. 2011

Málþing Barnaheilla - Save the Children á Íslandi um börn sem búa við heimilisofbeldi verður fimmtudaginn 17. febrúar nk. á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 9-13

Markmið málþingsins er að vekja umræður um mikilvægi þess að börnum sem búa við kynbundið ofbeldi á heimilum sínum sé gefin gaumur og þau fái nauðsynlegan stuðning og aðstoð.

Á málþinginu verða m.a. kynntar niðurstöður rannsóknar Barnaheilla –Save the Children á Íslandi um hvaða stuðningur er í boði fyrir börn í Reykjavík sem alast upp við kynbundið ofbeldi. Rannsóknin er styrkt af Daphne-áætlun Evrópusambandsins og er unnin í samvinnu við Barnaheill –Save the Children á Spáni og Ítalíu.

Dagskrá:
9:00 Helgi Ágústsson formaður Barnaheilla –Save the Children á Íslandi býður gesti velkomna.

9:15 Myndband frá nemendum í Austurbæjarskóla.

9:20 Anni Haugen, lektor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands: Það þarf kjark og fagmennsku til að horfast í augu við vonda hluti. Viðbrögð hins opinbera og félagasamtaka gagnvart börnum sem búa ofbeldi á heimilum

9:50 Myndband frá nemendum í Snælandsskóla

9:55 Guðrún Kristinsdóttir, prófessor á Menntavísindasviði Háskóla: Börn verða vitni að ofbeldi heima

10:25 Kaffihlé

10:45 Myndband frá nemendum í Austurbæjarskóla

10:50 Örnólfur Thorlacius, verkefnastjóri Barnaheilla –Save the Children á Íslandi : Átta ára drengur óskar eftir íbúð. Niðurstöður rannsóknaverkefnis Barnaheilla- Save the Children á Íslandi.

11:35 Myndband frá nemendum í Snælandsskóla

11:40 Pallborðsumræður með þátttöku Braga Guðbrandssonar forstjóra Barnaverndarstofu, Einars Gylfa Jónssonar frá Körlum til ábyrgðar, Ellýjar Öldu Þorsteinsdóttur skrifstofustjóra velferðarsviðs Reykjavíkur, Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra barnaverndar Reykjavíkur, Ragnars Þorsteinssonar fræðslustjóra Reykjavíkur, Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur sviðsstjóra Skólasviðs,Heilsugæslu höfðuborgarsvæðisins og Sigþrúðar Guðmundsdóttur fræðslu- og framkvæmdastýru Kvennaathvarfs

12:45 Málþingsslit

Fundarstjóri er Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla –Save the Children á Íslandi.

Málþingið á erindi til allra er vinna með börnum. Þátttaka tilkynnist með því að senda tölvupóst á barnaheill@barnaheill.is fyrir fimmtudaginn 10. febrúar.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica