Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2011

3 feb. 2011

Barnaverndarstofa vekur athygli á ráðstefnu mennta- og menningarmálaráðuneytisins, innanríkisráðuneytisins og SAFT um Internetið á alþjóðlega netöryggisdaginn, þann 8. febrúar 2011 á Hilton hóteli, Nordica.

Internetið er mikilvæg upplýsingaveita og tæki til samskipta en þar felast einnig ýmsar hættur sem mikilvægt er fyrir foreldra að þekkja svo þeir geti talað við börnin sín og leiðbeint þeim um öryggi og góða hegðun á internetinu. SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er hluti af Safer Internet Action Plan, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun og er styrkt af ESB. Samningsaðili við ESB er Heimili og skóli - landssamtök foreldra, sem sér um að annast útfærslu og framkvæmd verkefnisins að öllu leyti fyrir Íslands hönd. Á vef SAFT er að finna heilræði fyrir foreldra og leiðbeiningar um örugga netnotkun barna sjá nánar á www.saft.is

Ekkert þátttökugjald er á ráðstefnuna þann 8. febrúar nk. en rafræn skráning er á http://www.saft.is/skraning/

Áhugasamir um þátttöku í málstofum sendi tölvupóst til SAFT á netfangið saft@saft.is

Dagskrá ráðstefnunar
8.30 – 8.45 Skráning

8.45 – 9.00 Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu býður gesti velkomna og setur ráðstefnuna

9.00 - 9.15 Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra flytur ávarp og veitir verðlaun í Evrópusamkeppni um besta barnaefni á netinu

9.15 – 9.30 Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra flytur ávarp og kynnir samskiptaáætlun

9.30 - 10.10 Lee Hibbard, verkefnisstjóri upplýsingasamfélags og Internet Governance mála hjá Evrópuráðinu fjallar um stefnumótun og jákvæða og neikvæða þróun löggjafar sem tekur til ólíkra þátta sem tengjast Internetinu

10.10 - 10.30 Íris Kristín Andrésdóttir frá Icelandic Gaming Industry heldur erindi um nýjar og skapandi atvinnugreinar tengdar Internetinu og sýnir dæmi

10.30 - 11.00 Kaffihlé

11.00 - 11.40 Dr. William Drake frá Centre for International Governance, Graduate Institute of International and Development Studies í Sviss fjallar um þróun og stefnumótun á Internetinu, um hlutverk ICANN og um nauðsyn á alþjóðlegu samstarfi

11.40 - 12.00 Fanndís Logadóttir frá ungmennaráði SAFT fjallar um sýn ungra notenda á framtíð Internetsins

12.00 - 13.00 Hádegisverður á kostnað ráðstefnugesta

13.00 - 14.20 Málstofur
· 1. Hvernig tryggjum við öryggi ungs fólks á netinu og hvetjum til ábyrgrar notkunar nýmiðla?
· 2. Hvaða réttindi gilda á netinu? Hvaða rétt höfum við til tjáningar og til upplýsingaöflunar? Er Ísland eyland, eða þurfum við að taka tillit til löggjafar annarra ríkja?
· 3. Hvernig á að tryggja fjarskiptainnviði á Íslandi. Er öryggi nægjanlegt? Er þörf á frekari vörnum?

14-20 - 14.40 Kaffihlé

14.40 - 16.00 Málstofur
· 4. „Trúum því að fólk vilji eiga heiðarleg viðskipti…“ Um verslun, framboð og aðgang að afþreyingu, upplýsingum og menningarefni á netinu.
· 5. Uppbygging nýrra atvinnugreina á Internetinu. Hver eru tækifærin og ógnirnar fyrir íslensk fyrirtæki?
· 6. Nýting Internetsins í námi og kennslu. Um aðgengi að opnu menntaefni á netinu. Möguleikar og hindranir. Áreiðanleiki, gæði, kostir og gallar.

16.00 - 16.30 Stutt samantekt

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica