Samtöl við börn og unglinga í barnaverndarstarfi

10 feb. 2011

Barnaverndarstofa hefur gefið út fræðslurit og myndband TALAÐU VIÐ MIG, leiðbeiningar fyrir barnaverndarstafsmenn í samtölum við börn, en um er að ræða efni útbúið að frumkvæði Barna- og jafnréttisráðuneytisins í Noregi sem Barnaverndarstofa hefur látið texta og þýða á íslensku. Myndin og leiðbeiningaheftið gagnast þeim sem hafa það að starfi að tala við börn, en efnið er sérstaklega ætlað barnaverndarstarfsmönnum. Í leikinni mynd hittum við fyrir systurnar Matthildi og Benediktu í þann mund er barnaverndarstarfsmenn grípa inn í líf fjölskyldunnar.

Í tilefni af útgáfunni bíður Barnaverndarstofa til morgunverðarfundar þann 11. febrúar nk. kl. 9:00-11:00 að Grand Hotel Reykjavík.

Viðfangsefni morgunverðarfundarins eru samtöl við börn og unglinga í barnaverndarstarfi. Dagskráin hefst með ávarpi Braga Guðbrandssonar forstjóra Barnaverndarstofu en síðan mun Karl Marinósson félagsráðgjafi, sem þýddi efnið, fjalla um hvernig hægt er að nýta sér gögnin í starfi. Þá mun Ólöf Ásta Farestveit forstöðumaður Barnahúss ræða um þær aðferðir sem notaðar eru í könnunarviðtali og skýrslutöku í Barnahúsi.

Eftir hádegi þennan dag frá kl 13:00 til 16:00 í fundarsal Barnaverndarstofu mun Karl Marinósson félagsráðgjafi halda stutt námkeið fyrir barnaverndarstarfsmenn um efni fræðsluritsins. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á:
• Hvað einkennir gott samtal við börn, og hvað gerir gott samtal fyrir börn í vanda.
• Fimm grundvallaratriði samtalsins og fræðilegur grunnur þessara atriða
• Hvernig gott er að bera sig að í samtölum við börn
• Sá mikilvægi „hinn“ þ.e. forsjáraðili eða umönnunaraðili og mikilvægi hans í samtalinu, hvort sem hann er viðstaddur eða ekki.

Lokað hefur verið fyrir skráningu á námskeiðið en mögulegt er að endurtaka það síðar.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica