Samtöl við börn og unglinga í barnaverndarstarfi

10 feb. 2011

Barnaverndarstofa hefur gefið út fræðslurit og myndband TALAÐU VIÐ MIG, leiðbeiningar fyrir barnaverndarstafsmenn í samtölum við börn, en um er að ræða efni útbúið að frumkvæði Barna- og jafnréttisráðuneytisins í Noregi sem Barnaverndarstofa hefur látið texta og þýða á íslensku. Myndin og leiðbeiningaheftið gagnast þeim sem hafa það að starfi að tala við börn, en efnið er sérstaklega ætlað barnaverndarstarfsmönnum. Í leikinni mynd hittum við fyrir systurnar Matthildi og Benediktu í þann mund er barnaverndarstarfsmenn grípa inn í líf fjölskyldunnar.

Í tilefni af útgáfunni bíður Barnaverndarstofa til morgunverðarfundar þann 11. febrúar nk. kl. 9:00-11:00 að Grand Hotel Reykjavík.

Viðfangsefni morgunverðarfundarins eru samtöl við börn og unglinga í barnaverndarstarfi. Dagskráin hefst með ávarpi Braga Guðbrandssonar forstjóra Barnaverndarstofu en síðan mun Karl Marinósson félagsráðgjafi, sem þýddi efnið, fjalla um hvernig hægt er að nýta sér gögnin í starfi. Þá mun Ólöf Ásta Farestveit forstöðumaður Barnahúss ræða um þær aðferðir sem notaðar eru í könnunarviðtali og skýrslutöku í Barnahúsi.

Eftir hádegi þennan dag frá kl 13:00 til 16:00 í fundarsal Barnaverndarstofu mun Karl Marinósson félagsráðgjafi halda stutt námkeið fyrir barnaverndarstarfsmenn um efni fræðsluritsins. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á:
• Hvað einkennir gott samtal við börn, og hvað gerir gott samtal fyrir börn í vanda.
• Fimm grundvallaratriði samtalsins og fræðilegur grunnur þessara atriða
• Hvernig gott er að bera sig að í samtölum við börn
• Sá mikilvægi „hinn“ þ.e. forsjáraðili eða umönnunaraðili og mikilvægi hans í samtalinu, hvort sem hann er viðstaddur eða ekki.

Lokað hefur verið fyrir skráningu á námskeiðið en mögulegt er að endurtaka það síðar.

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica