Samstarf Eystrasaltsríkjanna á sviði barnaverndar

25 maí 2011

Eystrasaltsráðinu var komið á fót árið 1991 í kjölfar hruns Sovétríkjanna. Ísland er eitt stofnríkja ráðsins en aðildarríkin eru alls ellefu. Árið 2002 var ákveðið að innan vébanda ráðsins starfaði sérfræðinganefnd í málefnum barna í samræmi við stefnuskrá, svonefnd “priority paper”. Stefnuskráin tekur til kynferðisofbeldis gegn börnum, þ.m.t. mansal og tæling á veraldarvefnum, réttindi barna á stofnunum, vegalaus börn, þ.m.t. hælisleitendur, götubörn o.s.frv. Forstjóri Barnaverndarstofu hefur tekið þátt í þessu samstarfi frá upphafi og var m.a. kjörinn fyrsti formaður þess. Lars Lööf var ráðin framkvæmdastjóri samstarfsins árið 2002 til að halda utan um daglega starfsemi.

Að frumkvæði framkvæmdastjóra samstarfsins boðaði velferðarráðuneytið til fundar þann 10. maí sl. með fulltrúum viðeigandi ráðuneyta, stofnana og félagasamtaka í því skyni að kynna samstarf ríkjanna í málefnum barna. Undanfarið hefur hann heimsótt u.þ.b. helming aðildarríkjanna í þessum tilgangi. Fundurinn var haldin í fundarsal Barnaverndarstofu með þátttöku fulltrúa frá Barnaverndarstofu, Barnaheill, Blátt áfram, Heimili og skóla, Norðurlandaskrifstofu utanríkisráðuneytis, velferðarráðuneytinu, umboðsmanni barna og Útlendingastofnun. Umfjöllunarefni fundarins voru m.a. eftirfarandi:

• Forvarnir og snemmbær íhlutun vegna barna og ungmenna í áhættuhópum.
• “Europ-orphans” eða börn sem skilin eru eftir án traustrar forsjár vegna atvinnuþátttöku foreldra erlendis.
• Réttindi barna á stofnunum, einkum er varðar gerð þjálfunaráætlunar vegna eftirlits með barnaverndarstofnunum, svonefnd AudTrain.
• Börn og veraldarvefurinn, einkum er varðar tælingu barna á vefnum og svonefnd Robert verkefni (Risktaking Online Behavior Empowerment through Research and Training).
• Vegalaus börn og börn hælisleitenda, einkum er varðar þekkingu og hæfni fagfólks til þess að ræða við börn sem sætt hafa áföllum í bernsku.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica