Breytingar á vímuefaneyslu aðallega meðal eldri unglinga

26 maí 2011


Niðurstöður úr vímuefnakönnun Stuðla fyrir árin 2003-2010 (8 ára tímabil) liggja nú fyrir. Ekki koma fram vísbendingar um stórvægilegar breytingar en þar sem neyslan eykst er oftast um að ræða eldri unglinga. Fram kemur kynjamunur þar sem fleiri strákar misnota áfengi og kannabisefni og fleiri stelpur misnota amfetamín, kókaín og læknislyf. Misnotkun Rítalíns, e-pilla og sniffefna minnkar eða stendur nánast í stað. Erfitt er að meta breytingar á sprautunotkun þar sem um fáa einstaklinga er að ræða. Gerð er ítarleg grein fyrir niðurstöðum í viðhengi við þessa frétt en samantekt fylgir hér á eftir.

Metin var þróun vímuefnaneyslu síðastliðinna 8 ára hjá 373 börnum á aldrinum 13-18 ára sem voru vistuð til meðferðar á Stuðlum eða frá árinu 2003 og út árið 2010. Árlega vistast um 50 unglingar á meðferðardeild og til að gera upplýsingar samanburðahæfari var þeim skipt niður í þrjú tímabil: árin 2003-2004, 2005-2007 og 2008-2010. Smáir samanburðarhópar og breytileiki í aldri milli tímabila gerir erfitt fyrir með áreiðanlegan samanburð. Samt sem áður sjást hlutfallslegar breytingar á vímuefnaneyslu en þó ekki stórvægilegar. Hlutfallsleg aukning varð á áfengisneyslu stráka á meðan ofnotkun stúlkna minnkaði. Amfetamín- og kókaínneysla stelpna var meiri yfir árin samanborið við stráka og neysla þessara efna jókst sér í lagi meðal eldri unglinga en einnig var aukning á meðal 13 til 15 ára unglinga sem prófað höfðu amfetamín og kókaín. Kannabisneysla jókst á meðal 16-18 ára stráka en drógst saman meðal stelpna. Á árunum 2005-2007 jókst kannabisneysla meðal 14-15 ára stráka.

Almennt dróg úr misnotkun Rítalíns á árunum 2005-2007 samanborið við árin á undan og hélst neyslan nánast óbreytt eftir það þrátt fyrir að fleiri 16 og 18 ára unglingar hafi verið til meðferðar á árunum 2008-2010. Neysla á e-pillum breytist mjög lítið frá 2003-2007 en á tímabilinu 2008-2010 fjölgar þeim lítlega sem sögðust hafa notað e-pillur og er þar aðallega um að ræða 16-18 ára unglinga.
Umtalsvert dróg úr misnotkun sniffefna á tímabilinu 2005-2007 samanborið við árin á undan. Hugsaleg ástæða er aukið framboð annarra efna á þessum árum, svo sem kannabis og amfetamíns. Svo virðist sem neysla sniffefna aukist aðeins aftur á tímabilinu 2008-2010.

Þróun læknislyfja misnotkunar var misjöfn yfir árin. Bæði fjölgaði þeim unglingum sem sögðust aldrei hafað prófað slík lyf og þeim sem sögðust hafa misnotað þau oft. Kynjamunur var þó áberandi þar sem misnotkun var algengari meðal stelpna.
Erfitt er að meta breytingar á sprautunotkun vegna þess hversu slík tilvik eru fá en alls sögðust 14 unglingar hafa sprautað sig á árunum 2003-2010 og þar af voru 8 einstaklingar á árunum 2003-2007. Sex einstaklingar á árunum 2008-2010 sögðust hafa sprautað sig en hafa ber í huga að þá eru 16-18 ára unglingar stærsti aldurshópurinn í vistun á Stuðlum. Á öllum tímabilum frá 2003-2010 sögðust 5 strákar og 9 stelpur hafa sprautað sig. Þar af sögðust tveir strákar hafa sprautað sig 1-2 skipti, einn sagðist hafa sprautað sig 3-10 sinnum, einn sagðist hafa sprautað sig 11-20 sinnum og einn sagðist hafa sprautað sig oftar en 20 sinnum. Þrjár stelpur sögðust hafa sprautað sig 1-2 skipti, þrjár sögðust hafa sprautað sig 3-10 sinnum, ein sagðist hafa sprautað sig 11-20 sinnum og tvær sögðust hafa sprautað sig oftar en 20 sinnum. Af þeim sem sögðust hafa sprautað sig oftar en 20 sinnum eru tveir einstaklingar 16-18 ára og einn einstaklingur 15-16 ára.



Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica