Barnaréttarnefnd S.þ. beinir tilmælum til íslenskra dómstóla

17 nóv. 2011

Í morgun efndi Innanríkisráðuneytið til kynningarfundar um niðurstöður barnaréttarnefndar S.þ. á framkvæmd Barnasáttmálans. Á fundinum gerði sendinefnd Íslands sem gaf skýrslu á fundi með barnaréttarnefndinni hinn 23. september. sl. grein fyrir samræðum við nefndina og kynnti niðurstöður hennar sem nú hafa verið gerðar út á íslensku. Jafnframt fjölluðu umboðsmaður barna og fulltrúar Unicef, Barnaheilla og Mannréttindaskrifstofunnar um álit nefndarinnar.

Fram kom á fundinum að mesta áherslan af hálfu barnaréttarnefndarinnar var lögð á að Ísland afturkallaði fyrirvara við fullgildingu Barnasáttmálans er lýtur að framkvæmd 37. gr. Um er að ræða ákvæði sem leggur bann við því að börn afpláni refsidóma í fangelsum á meðal fullorðinna fanga. Þingsályktunartillaga um lögfestingu Barnasáttmálans var samþykkt á Alþingi árið 2008 en ekki verður unnt að hrinda því verki í framkvæmd fyrr en fyrirvarinn verður afturkallaður. Fyrir liggja tillögur um úrbætur á þessu sviði sem miða að því að Barnaverndarstofu verði falið að veita ungum föngum meðferð í stað fangelsisdvalar en þær hafa ekki náð fram að ganga vegna fjárskorts.

Barnaréttarnefndin gerði fjölmargar athyglisverðar tillögur sem miða að því að bæta framkvæmd Barnasáttmálans hér á landi. Forstjóri Barnaverndarstofu vakti sérstaka athygli á tilmælum nefndarinnar sem fram koma í lokaorðum F. hluta niðurstaðna barnaréttarnefndarinnar þar sem hún hvetur til þess að íslenskir dómstólar leiti til Barnahúss til að fá vitnisburð barna.

Umsögn barnaréttarnfndarinnar má lesa hér
Frétt á heimasíðu Innanríkisráðuneytisins um kynningarfundinn
Áskorun Barnaheilla til stjórnvalda má lesa hér

Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica