Barnaréttarnefnd S.þ. beinir tilmælum til íslenskra dómstóla

17 nóv. 2011

Í morgun efndi Innanríkisráðuneytið til kynningarfundar um niðurstöður barnaréttarnefndar S.þ. á framkvæmd Barnasáttmálans. Á fundinum gerði sendinefnd Íslands sem gaf skýrslu á fundi með barnaréttarnefndinni hinn 23. september. sl. grein fyrir samræðum við nefndina og kynnti niðurstöður hennar sem nú hafa verið gerðar út á íslensku. Jafnframt fjölluðu umboðsmaður barna og fulltrúar Unicef, Barnaheilla og Mannréttindaskrifstofunnar um álit nefndarinnar.

Fram kom á fundinum að mesta áherslan af hálfu barnaréttarnefndarinnar var lögð á að Ísland afturkallaði fyrirvara við fullgildingu Barnasáttmálans er lýtur að framkvæmd 37. gr. Um er að ræða ákvæði sem leggur bann við því að börn afpláni refsidóma í fangelsum á meðal fullorðinna fanga. Þingsályktunartillaga um lögfestingu Barnasáttmálans var samþykkt á Alþingi árið 2008 en ekki verður unnt að hrinda því verki í framkvæmd fyrr en fyrirvarinn verður afturkallaður. Fyrir liggja tillögur um úrbætur á þessu sviði sem miða að því að Barnaverndarstofu verði falið að veita ungum föngum meðferð í stað fangelsisdvalar en þær hafa ekki náð fram að ganga vegna fjárskorts.

Barnaréttarnefndin gerði fjölmargar athyglisverðar tillögur sem miða að því að bæta framkvæmd Barnasáttmálans hér á landi. Forstjóri Barnaverndarstofu vakti sérstaka athygli á tilmælum nefndarinnar sem fram koma í lokaorðum F. hluta niðurstaðna barnaréttarnefndarinnar þar sem hún hvetur til þess að íslenskir dómstólar leiti til Barnahúss til að fá vitnisburð barna.

Umsögn barnaréttarnfndarinnar má lesa hér
Frétt á heimasíðu Innanríkisráðuneytisins um kynningarfundinn
Áskorun Barnaheilla til stjórnvalda má lesa hér

Nýjustu fréttir

27. apr. 2021 : Aðgerðir stjórnvalda gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum

Miðvikudaginn 28. apríl n.k. verður haldinn fundur þar sem farið verður yfir aðgerðir stjórnvalda til að vinna gegn kynferðislegu / stafrænu ofbeldi gegn börnum hér á landi. Aðgerðirnar fela m.a. í sér aldursmiðaða fræðslu og forvarnir, þjálfun starfsmanna innan réttargæslukerfisins, endurskoðun á verklagi og úrbætur í upplýsingamiðlun. 

Hér má nálgast tengil á viðburðinn sem verður á facebook.

https://www.facebook.com/events/476350143687436/

Lesa meira

25. mar. 2021 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna sóttvarnaraðgerða. Afgreiðslu Barnaverndarstofu í Borgartúni 21 verður lokað frá og með 25 mars til 15 apríl. Símsvörun í 530 2600 verður frá kl: 09 – 12 og 13 - 15. Áfram er hægt að senda póst á bvs@bvs.is.

Afgreiðslu Barnaverndarstofu í Borgartúni 21 verður lokað frá og með deginum í dag til 15 apríl. Símsvörun í 530 2600 verður frá kl: 09 – 12 og 13 - 15. Áfram verður hægt að ná í einstaka starfsmenn með tölvupósti og ávallt er hægt að senda póst á bvs@bvs.is Ráðgjöf mun að mestu fara fram í gegnum síma, netpóst og fjarfundarbúnað. Áfram verða símatímar fyrir almenning þriðjudaga og fimmtudaga kl 11 - 12. 

Lesa meira

05. mar. 2021 : Barnaverndarstofa biður konur afsökunar sem voru vistaðar á Laugalandi (áður Varpholt)

Hópur kvenna, sem vistaður var á meðferðarheimilinu á Laugalandi (áður Varpholt), steig nýverið fram og lýsti slæmri reynslu sinni af heimilinu undir stjórn fyrri rekstraraðila á árunum 1997 – 2007. Barnaverndarstofa biður þær konur, sem vistaðar voru á heimilinu, afsökunar á að ekki hafi verið brugðist betur við þeim upplýsingum sem stofunni bárust varðandi starfsemi heimilisins.

Lesa meira
Hjólabrettastelpa

11. feb. 2021 : 112-dagurinn – öryggi og velferð barna og ungmenna

Vitundarvakning um öryggi og velferð barna og ungmenna
112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna, enda fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda gríðarlega á síðasta ári.

Lesa meira

05. feb. 2021 : Greining á tölulegum upplýsingum fyrir árið 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrir allt árið 2020 og borið saman við tölur frá árunum 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu árin 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica