Barnaréttarnefnd S.þ. beinir tilmælum til íslenskra dómstóla

17 nóv. 2011

Í morgun efndi Innanríkisráðuneytið til kynningarfundar um niðurstöður barnaréttarnefndar S.þ. á framkvæmd Barnasáttmálans. Á fundinum gerði sendinefnd Íslands sem gaf skýrslu á fundi með barnaréttarnefndinni hinn 23. september. sl. grein fyrir samræðum við nefndina og kynnti niðurstöður hennar sem nú hafa verið gerðar út á íslensku. Jafnframt fjölluðu umboðsmaður barna og fulltrúar Unicef, Barnaheilla og Mannréttindaskrifstofunnar um álit nefndarinnar.

Fram kom á fundinum að mesta áherslan af hálfu barnaréttarnefndarinnar var lögð á að Ísland afturkallaði fyrirvara við fullgildingu Barnasáttmálans er lýtur að framkvæmd 37. gr. Um er að ræða ákvæði sem leggur bann við því að börn afpláni refsidóma í fangelsum á meðal fullorðinna fanga. Þingsályktunartillaga um lögfestingu Barnasáttmálans var samþykkt á Alþingi árið 2008 en ekki verður unnt að hrinda því verki í framkvæmd fyrr en fyrirvarinn verður afturkallaður. Fyrir liggja tillögur um úrbætur á þessu sviði sem miða að því að Barnaverndarstofu verði falið að veita ungum föngum meðferð í stað fangelsisdvalar en þær hafa ekki náð fram að ganga vegna fjárskorts.

Barnaréttarnefndin gerði fjölmargar athyglisverðar tillögur sem miða að því að bæta framkvæmd Barnasáttmálans hér á landi. Forstjóri Barnaverndarstofu vakti sérstaka athygli á tilmælum nefndarinnar sem fram koma í lokaorðum F. hluta niðurstaðna barnaréttarnefndarinnar þar sem hún hvetur til þess að íslenskir dómstólar leiti til Barnahúss til að fá vitnisburð barna.

Umsögn barnaréttarnfndarinnar má lesa hér
Frétt á heimasíðu Innanríkisráðuneytisins um kynningarfundinn
Áskorun Barnaheilla til stjórnvalda má lesa hér

Nýjustu fréttir

12. maí 2022 : Nýir starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu

Ráðningar forstöðumanna á meðferðarheimilum

Lesa meira

14. mar. 2022 : Náum áttum - Skóli fyrir öll börn. Lausnir og tækifæri til farsældar.

Morgunverðarfundur miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 8:30-10:00 á ZOOM

Lesa meira

04. mar. 2022 : Opnun Barna- og fjölskyldustofu

Í gær var haldin formleg opnun Barna- og fjölskyldustofu. Af því tilefni færði Ásmundur Einar Daðason Mennta- og barnamálaráðherra Ólöfu Ástu Farestveit forstjóra Barna- og fjölskyldustofu fallega mynd af hjarta með þeim orðum að stofan væri hjartað í barnaverndarkerfinu. 

11. feb. 2022 : 112-dagurinn – ofbeldi og rétt samskipti við neyðarverði 112

Þann 11. febrúar ár hvert heldur Neyðarlínan upp á 112 daginn, til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica