Mæla með þjónustu Barnahúss

3 feb. 2012

Í dag voru kynntar niðurstöður könnunar á þjónustu Barnahúss en eins og kunnugt er fól Barnaverndarstofa sálfræðingunum Önnu Kristínu Newton og Elínu Hjaltadóttur í samstarfi við Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd að kanna þjónustu Barnahúss á árunum 2007-2009. Framkvæmd könnunarinnar var í höndum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og sá Heiður Hrund Jónsdóttir verkefnastjóri um gagnaöflun og úrvinnslu gagna. Könnunin tekur m.a. til samanburðar á skýrslutöku í Barnahúsi og skýrslutöku í dómstól og samanburðar á upplifun barna og ungmenna af meðferð í Barnahúsi eftir því hvar þau fóru í skýrslutöku.

Langflestir (86%) töldu staðsetningu Barnahúss góða, 69% töldu húsnæðið aðlaðandi og afþreyingin í biðstofu var talin aldurssamsvarandi í um 50% tilfella. Aðspurð töldu 42% svarenda að staðsetning dómstóla væri góð, 23% töldu húsnæðið aðlaðandi og afþreyingin í biðstofu var talin aldurssamsvarandi í um 36% tilfella. Tæplega helmingur (44%) barna og ungmenna sem fóru í skýrslutöku í Barnahúsi fékk einnig meðferð þar að skýrslutöku lokinni. Tæplega áttatíu prósent (79%) barna og ungmenna sem fóru í skýrslutöku í dómstól fengu meðferð í Barnahúsi að skýrslutöku lokinni. Nánast öll ungmenni og foreldrar sem svöruðu könnuninni myndu mæla með þjónustu Barnahúss fyrir börn og ungmenni sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Allir svarendur (100%) voru sammála um að það skipti máli fyrir börn og ungmenni að hafa aðgang að þjónustu Barnahúss þegar grunur leikur á að barn hafi sætt kynferðisofbeldi.

Hér má nálgast skýrsluna í heild.


Nýjustu fréttir

19. okt. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 9 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

12. okt. 2021 : Náum áttum - morgunverðarfundur miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 8:30-10:00 á Zoom

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál eftirfarinna aðila: Barnaheill-Save the Children á Íslandi, Barnaverndastofa, Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frístundaþjónustu, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Heimili og skóli, IOGT á Íslandi, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmaður barna, Vímulaus æska/Foreldrahús og Þjóðkirkjan.

 

Yfirskift fundarins er: Leiðir að félagsfærni og vellíðan barna í skólum og er fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér .

Skráning fer fram á naumattum.is

Hjólabrettastelpa

23. ágú. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 6 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica