Mæla með þjónustu Barnahúss

3 feb. 2012

Í dag voru kynntar niðurstöður könnunar á þjónustu Barnahúss en eins og kunnugt er fól Barnaverndarstofa sálfræðingunum Önnu Kristínu Newton og Elínu Hjaltadóttur í samstarfi við Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd að kanna þjónustu Barnahúss á árunum 2007-2009. Framkvæmd könnunarinnar var í höndum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og sá Heiður Hrund Jónsdóttir verkefnastjóri um gagnaöflun og úrvinnslu gagna. Könnunin tekur m.a. til samanburðar á skýrslutöku í Barnahúsi og skýrslutöku í dómstól og samanburðar á upplifun barna og ungmenna af meðferð í Barnahúsi eftir því hvar þau fóru í skýrslutöku.

Langflestir (86%) töldu staðsetningu Barnahúss góða, 69% töldu húsnæðið aðlaðandi og afþreyingin í biðstofu var talin aldurssamsvarandi í um 50% tilfella. Aðspurð töldu 42% svarenda að staðsetning dómstóla væri góð, 23% töldu húsnæðið aðlaðandi og afþreyingin í biðstofu var talin aldurssamsvarandi í um 36% tilfella. Tæplega helmingur (44%) barna og ungmenna sem fóru í skýrslutöku í Barnahúsi fékk einnig meðferð þar að skýrslutöku lokinni. Tæplega áttatíu prósent (79%) barna og ungmenna sem fóru í skýrslutöku í dómstól fengu meðferð í Barnahúsi að skýrslutöku lokinni. Nánast öll ungmenni og foreldrar sem svöruðu könnuninni myndu mæla með þjónustu Barnahúss fyrir börn og ungmenni sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Allir svarendur (100%) voru sammála um að það skipti máli fyrir börn og ungmenni að hafa aðgang að þjónustu Barnahúss þegar grunur leikur á að barn hafi sætt kynferðisofbeldi.

Hér má nálgast skýrsluna í heild.


Nýjustu fréttir

03. des. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Lesa meira

05. nóv. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum síðustu níu mánaða

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrstu níu mánuði 2020 og borið saman við sama tímabil árin 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á fyrstu níu mánuðum áranna 2018, 2019 og 2020.

Lesa meira

21. sep. 2020 : Viðbrögð Barnaverndarstofu vegna Covid-19 veirunnar

Afgreiðsla í Borgartúni 21 verður lokuð en tekið er á móti pósti. Símsvörun í 530 2600 frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Alltaf hægt að senda netpóst á bvs@bvs.is

Lesa meira

07. sep. 2020 : Samanburður á tölum fyrstu sex mánuði 2018 – 2020

Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur vegna fyrstu 6 mánuði ársins og borið saman við tölur frá árinu 2018 og 2019

Lesa meira

01. sep. 2020 : Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica