Barnvænleg félagsþjónusta

6 feb. 2012

Þann 16. nóvember 2011 samþykkti ráðherranefnd Evrópuráðsins tilmæli til aðildarríkjanna um réttindi barna og félagsþjónustu hagfellda börnum og fjölskyldum þeirra. Tilmælin eru liður í víðtæku starfi Evrópuráðsins á sviði barnaréttar, en sérstök tilmæli til aðildarríkja ráðsins hafa áður verið samþykkt er varða barnvinsamlegt réttarvörslukerfi og barnvæna heilbrigðisþjónustu.

Tilmæli Evrópuráðsins eru samin af sérfræðinganefnd en Bragi Guðbrandsson forstjóri stofunnar átti sæti í henni. Honum var falin ritun draga að tilmælunum ásamt skýringum með einstökum greinum.

Bent er á að barnið er einstaklingur með sjálfstæð réttindi, þ.m.t. til verndar og þátttöku, til að tjá skoðanir sínar, að hlustað sé á það og tillit tekið til þess. Hafa þarf í huga lagatexta sem vísa til réttinda barna og þá sérstaklega Barnasáttmála Sameinuðu þjóðana, mannréttindasáttmálan sem tryggir réttindi allra þ.m.t. barna og ýmsar samþykktir Evrópuráðsins.

Tilmælunum fylgja leiðarvísir sem er hagnýtt tæki til styðja við aðlögun félagsþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þannig að tekið sé tillit til sérstakra réttinda, hagsmuna og þarfa barna og sjónum beint að hagnýtum ráðum til að bæta framkvæmd félagslegrar þjónustu.

Aðildarríkin eru hvött til að:
a. Endurskoða löggjöf, stefnu og framkvæmd til að tryggja nauðsynlegar breytingar vegna innleiðingar tilmælana.
b. Staðfesta svo fljótt sem auðið er viðeigandi samþykktir Evrópuráðsins varðandi réttindi barna
c. Koma á samstarfi á sviði félagsþjónustu hagfelldri börnum og fjölskyldum þeirra, þ.m.t. á sviði rannsókna og miðlun árangursríkra aðferða, bæði á heimavelli og alþjóðlega
d. Tryggja samstarf félagsþjónustu í einstökum málum, yfir landamæri, þegar börn í áhættu flytja milli landa.
e. Setja inntak tilmælana yfir í málfar og á form sem er hagfellt börnum
f. Íta undir samræðu við hagsmunaaðila og almenning um útkomu og almennt viðhorf til þess hvernig til tekst varðandi félagsþjónustu hagfeldri börnum og fjölskyldum þeirra.

Lagt er að aðildarríkjunum að tryggja útbreiðslu tilmælana meðal yfirvalda sem bera ábyrgð eða tengjast að öðru leiti réttindum barna í félagsþjónustu, veitendum þjónustu, hópum sem standa vörð um hagsmuni barna og fjölskyldna sem og öðrum hagsmunaaðilum.

Unnið verður að því að þýða tilmælin á íslensku en hér má nálgast þau á ensku.

Nýjustu fréttir

19. okt. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 9 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

12. okt. 2021 : Náum áttum - morgunverðarfundur miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 8:30-10:00 á Zoom

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál eftirfarinna aðila: Barnaheill-Save the Children á Íslandi, Barnaverndastofa, Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frístundaþjónustu, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Heimili og skóli, IOGT á Íslandi, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmaður barna, Vímulaus æska/Foreldrahús og Þjóðkirkjan.

 

Yfirskift fundarins er: Leiðir að félagsfærni og vellíðan barna í skólum og er fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér .

Skráning fer fram á naumattum.is

Hjólabrettastelpa

23. ágú. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 6 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica