Árskýrsla 2008-2010

14 mar. 2012

Barnaverndarstofa birtir nú ársskýrslu áranna 2008-2010, áður hefur verið birt skýrsla áranna 2008-2009 en nú hefur verið bætt við tölulegum upplýsingum úr ársskýrslum barnaverndarnefnda og vegna starfsemi Barnaverndarstofu fyrir árið 2010. Skýrsluna má nálgast hér en hana er einnig að finna undir útgefið efni. Um er að ræða netútgáfu en unnið er að ársskýrslu vegna starfsemi Barnaverndarstofu fyrir árið 2011. Munu þær upplýsingar vera felldar inn í skýrslu þessa og hún þá gefin út á prenti.

Í formála skýrslunnar eru dregin saman helstu atriði í þróun málaflokksins hér á landi á árunum 2008 til 2010 eftir því sem fyrirliggjandi upplýsingar gefa tilefni til. Meðal annars er vikið að vísbendingum um áhrif efnahagshrunsins, þróun meðferðarúrræða og starfsemi Barnahúss.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica