Stuðlar innleiða Motivational Interviewing

20 apr. 2012

Rannsóknir hafa leitt í ljós að aðferð sem kallast Áhugahvetjandi samtal (Motivational Interviewing) ber árangur í ráðgjöf, bráðaþjónustu og meðferðarvinnu með unglingum sem glíma við hegðunar- og vímuefnavanda. Aðferðin hefur haft mikil áhrif á skilning og aðferðir fagfólks í meðferðarvinnu með fullorðnum og unglingum sem eru í þörf fyrir breytingar á lífsstíl eða hegðun. Þessara áhrifa hefur einnig gætt á Stuðlum um langt skeið en í tengslum við yfirstandandi breytingar á starfseminni verður aðferðin nú innleidd þar með kerfisbundnari hætti en áður. Hafa starfsmenn á lokaðri deild og meðferðardeild setið ítarlegt þjálfunarnámskeið þar sem einnig er fjallað um kóðun á samtalsbútum og kóðunarkerfið MITI sem tryggir gæði í framkvæmdinni og að aðferðin sé notuð rétt. Stuðlar hafa áður innleitt svokallaða ART-þjálfun (Aggression Replacement Training) í félagsfærni, sjálfstjórn og siðferðilegri rökræðu. Bæði Áhugahvetjandi samtal og ART heyra til viðurkenndra grunnaðferða í meðferð unglinga með hegðunar- og vímuefnavanda.

Áhugahvetjandi samtal er gagnreynd aðferð og sérstaklega sniðin að skjólstæðingum sem hafa ekki komið auga á þörf fyrir breytingar, eru alfarið á móti breytingum eða hafa íhugað breytingar en eru á báðum áttum hvort og hvaða leið þeir geta farið. Mikilvægt einkenni Áhugahvetjandi samtals er að forðast ákveðnar gildrur í samtalinu sem ýta undir mótþróa og draga úr vilja til breytinga. Aðferðin miðar að því að virkja vilja skjólstæðings til jákvæðra breytinga á lífsstíl og hegðun, mæta skjólstæðingi þar sem hann er staddur og laða fram og ýta undir hugsanir og tillögur hans sjálfs um jákvæðar breytingar. Sjá nánar hér.

Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica