Ný heimasíða Barnaverndarstofu

3 des. 2012

Þann 3. desember sl. var tekin í notkun ný heimasíða Barnaverndarstofu www.bvs.is. Hún er talsvert frábrugðin þeirri gömlu sem var vissulega orðin barns síns tíma. Helstu breytingar eru þær að ekkert læst svæði er á síðunni og henni er skipt niður á þrjár aðalsíður. Í fyrsta lagi „forsíðu" þar er að finna almennar upplýsingar ásamt útgefnu efni um BVS og barnavernd, í öðru lagi er síðan „almennar upplýsingar" sem eru spurningar og svör aðallega fyrir almenning og í þriðja lagi er það síðan „ítarlegar upplýsingar" sem sérstaklega er ætluð barnaverndarstarfsfólki.

Hér er farið í gegnum aðaláherslur og breytingar á þessar síðu samanborið við gömlu síðuna sem var vissulega orðin barns síns tíma. Heimasíðan skiptist í 3 undirsíður blá, græn og ljósblá og eru þær allar með flettiglugga sem opnast þegar bendillinn er látinn hvíla örstund á flipanum eða smellt á flipana.

1. Forsíða (dökkblá) – Velkomin á vef Barnaverndastofu – hér er felligluggi, fréttir og 4 flýtihnappar.

Hlutverk - almennt um hlutverk Barnaverndarstofu
Starfsfólk – upplýsingar um starfsfólk og netföng þeirra
Tölulegar upplýsingar – samanburðarskýrslur á fjölda tilkynninga til bv. nefnda og umsókna til BVS
Ársskýrslur/útgefið efni – ársskýrslur BVS (ath að nýjustu skýrslu er hægt að skoða í flettifomi - ISSUU)
Rannsóknir í barnavernd – skiptast í tvær undirsíður – rannsóknir á vegum BVS og rannsóknir nema
Tenglar – ýmsir tenglar sem tengjast barnaverndarvinnu

2. Almennar upplýsingar (græn) hér birtist felligluggi með undirsíðum sem eiga að geta svarað helstu spurningum almennings um barnaverndarmál.

Viltu ráðgjöf vegna barnaverndarmála – símatími ráðgjafasviðs BVS fyrir almenning og netpóstur
Viltu gerast fósturforeldri – almennar upplýsingar um ferlið
Barnaverndarnefndir – upplýsingar um bv. nefndir og hvaða nefndum sveitarfélög tilheyra
Viltu tilkynna um aðstæður barns  - almennt um tilkynningaskylduna (hér er undirsíða sem heitir algengar spurningar – þar sem reynt er að svara helstu spurningum um barnaverndarmál)
Viltu fá upplýsingar um forsjá og umgengni – vísað á sýslumenn og dómstóla og sagt frá barnalögum
Upplýsingaefni – bæklingar og fleira áhugavert fyrir foreldra
Um MST, Barnahús, meðferð, fóstur ofl – almennt farið yfir úrræði sveitarfélaga og BVS (hér eru undirsíður um Barnahús, MST, Fóstur, og meðferðarheimili þar sem reynt er að segja frá á einfölu máli hvað þessi úrræði eru)
Viltu skjóta máli þínu til kærunefndar eða dómstóla – almennt sagt frá málskotsréttinum
Tenglar – sömu og á opnunarsíðunni

3. Ítarlegar upplýsingar (ljósblá) hér birtist felligluggi með undirsíðum sem varða aðallega barnaverndarstarfsfólk.

Handbók um vinnslu barnaverndarmála – hér er handbók in bæði í heild í PDF formi og svo eru kaflar hennar fyrir neðan svo auðvelt er að fara strax í þann kafla sem á við hverju sinni. Einnig eru leiðbeiningar um það hvernig best sé að leita í handbókinni

Úrræði Barnaverndarstofu – hér er nánar farið í úrræði BVS og eru undirsíður um hvert þeirra, Barnahús, MST, Meðferðarheimili, Hópmeðferð v heimilisofbeldis, Sálfræðiþjónusta fyrir börn vegna óæskilegrar kynhegðunar, Vistheimilið Hamarskot, Fósturráðstöfun. Á nokkrum stöðum er hægt að smella á blána hnapp til að fara beint á eyðublöð til umsóknar viðkomandi ráðstöfunar.

Eyðublöð barnaverndarnefnda – hér er að finna öll eyðublöð sem starfsfólk barnaverndarnefnda þarf varðandi umsóknir um vistun eða fóstur eða vegna skráninga nefndanna og skil til BVS. Má geta þess að í gangi er vinna með einföldun á umsóknareyðublöðum BVS.
Hér eru eftirfarandi undirsíður.
vegna umsókna um meðferð eða vistun
vegna umsókna um fósturheimili
vegna úrræða skv 84 gr
vegna sumardvalaheimila
undirskrifta foreldra og barns

Verklagsreglur og vinnulag – hér er að finna helstu verklagsreglur, vinnureglur og ýmislegt sem tengist vinnulagi svo sem Staðla fyrir vistun utan heimilis og Skilgreiningar og flokkunarkerfi í barnavernd  

Fræðsla – hér eru tvær undirsíður
Málstofur og annað

Upplýsingar og ráðgjöf – skipting milli sviða BVS – meðferðar og fóstursviðs og ráðgjafa og fræðslusviðs

Verkfærakistur – hér eru tvær undirsíður – verkfærakista meðferðarheimila – sem er með upplýsingar sem varða starfsfólk meðferðarheimila og svo verkfærakista fósturforeldra sem er með upplýsingar fyrir fósturforeldra

Lög og reglugerðir – hér er safnað saman helstu lögum og reglugerðum sem varða barnaverndarstarfið

Tenglar – sömu og á hinum síðum

 


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica