Biðlistar lengjast hjá Barnahúsi!

11 mar. 2013

Fimmtíu börn eru á biðlista hjá Barnahúsi. Yfir hundrað mál hafa borist frá áramótum eftir að umræða um kynferðisbrot gegn börnum komst í hámæli. Sérfræðingur hjá Barnahúsi segir álagið hefta bataferli barna sem ekki komist að. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Þar sagði sérfræðingur hjá Barnahúsi að um væri að ræða börn sem orðið hefðu fyrir grófu og alvarlegu kynferðisofbeldi, þau sýndu alvarleg einkenni og mörg væru með áfallastreituröskun. Sérfræðingurinn sagði jafnframt að þetta gæti ekki gengið svona deginum lengur.

Hér má sjá viðtalið við Þorbjörgu Sveinsdóttur sérfræðing hjá Barnahúsi á RUV þann 8 mars sl.

Hér má einnig sjá viðtal við Ólöfu Ástu forstöðumann Barnahúss á Stöð 2 þann 8 mars sl.

 


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica