Áhersla á sjálfstæði barna eykst!

27 jún. 2013

Áhersla á sjálfstæðan rétt barna eykst stöðugt og í fréttum Stöðvar 2 þann 26 júní sl. segir Heiða Björk Pálmadóttir lögfræðingur Barnaverndarstofu að Íslendingar ættu að taka upp hagsmunagæslumann í ákveðnum barnaverndarmálum að finnskri fyrirmynd.

Nýlega kom upp mál í Danmörku þar sem ákveðið var að tvö börn, þrettán og fjórtán ára gömul skildu
tekin frá fósturfjölskyldu sinni án þess að tekið væri tillit til vilja barnanna. Í kjölfarið kviknaði umræða um hvort börn ættu ekki að hafa eitthvað að segja um mál sem snertir líf þeirra með afgerandi hættu og  jafnvel að eiga möguleika á að höfða mál fyrir dómstólum. Á Íslandi er barn sjálft aðili að
barnaverndarmáli sem varðar vistun utan heimilis þegar það er orðið fimmtán ára og sé það ekki
samþykkt vistuninni þarf barnaverndarnefnd að úrskurða um hana og barnið hefur rétt til að fara með málið fyrir dóm. Börn undir fimmtán ára aldri hafa ekki slíkan rétt en Heiða Björk Pálmadóttir,
lögfræðingur Barnaverndarstofu, segir þau þó ekki alveg réttlaus.
Heiða Björk: ,,Þannig að börnum er almennt skipaður talsmaður þegar að þau hafa, þegar að kemur til álita að vista börn utan heimilis og sjónarmið barnsins eru þannig fengin fram og þannig er reynt að ná í rauninni vilja barnsins og afstöðu inn í ákvörðunartökuna". Heiða segir að áherslan á rétt barna aukist stöðugt og að í Finnlandi hafi sú leið verið farin að skipa börnum sérstakan hagsmunagæslumann. Heiða Björk: ,,Hann hefur þá það hlutverk að fara yfir málið og gögnin og reyna að komast að því hvað hann telur barninu vera fyrir bestu og ef að ákvörðun barnaverndarnefndar er ekki í samræmi við þá niðurstöðu, þá getur hann fyrir hönd barnsins kært málið til æðri stjórnvalda eða fyrir dóm eftir atvikum."  Um er að ræða tilraunarverkefni, en Heiða segir leiðina hafa reynst vel. Henni þætti eðlilegt að fara sömu leið hérlendi. Heiða Björk: ,,Ég held að svona hlutur þurfi alltaf að koma til skoðunar, hvernig við getum tryggt betur réttindi barna við málsmeðferð í málum sem þessum. Þetta er ágæt leið til þess."Þetta vefsvæði byggir á Eplica