Hinn launhelgi glæpur!

Opni háskólinn í HR, í samstarfi við Embætti landlæknis, Fangelsismálastofnun ríkisins og Réttindi barna, stendur fyrir námskeiði um kynferðisbrot gegn börnum föstudaginn 29. nóvember nk.

20 nóv. 2013

Námskeiðið skiptist í þrjá hluta. Í þeim fyrsta verður fjallað um rannsókn og meðferð þessara mála í refsivörslukerfinu, sönnunargögn og sönnunarmat dómstóla. Viðfangsefni annars hluta er gerendur brotanna, greining á áhættuþáttum, meðferðarúrræði, fyrirbyggjandi aðgerðir og æskileg viðbrögð refsivörslukerfisins. Í þriðja þætti verða þolendur brotanna til umfjöllunar. Börn sem vitni, afleiðingar brotanna á heilsu þolendanna og birtingarmyndir þeirra. Þá verður skýrt frá nýjum íslenskum rannsóknum á þessu sviði.

Tími: Kennsla fer fram föstudaginn 29. nóvember frá kl. 8:30 - 17:00.
Lengd: Samtals 8 1/2 klst.
Staðsetning: Opni háskólinn í HR, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, Mars-álma, 2. hæð.
Athugið að skráningarfrestur rennur út 22. nóvember.
Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

  • Dr. Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur sálfræðiþjónustu geðsviðs Landspítala
  • Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, lektor við sálfræðisvið HR
  • Ólafur Örn Bragason, réttarsálfræðingur í teymi Barnaverndarstofu um mat og meðferð unglinga sem sýna óviðeigandi kynhegðun
  • Sigurður Tómas Magnússon, prófessor við lagadeild HR
  • Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og stundakennari við lagadeild HR
  • Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR
  • Þorbjörg Sveinsdóttir, MSc í sálfræði og sérhæfður rannsakandi í Barnahúsi
  • Þórarinn Viðar Hjaltason, sálfræðingur og forstöðumaður Stuðla, greiningar- og meðferðarheimilis fyrir börn og ungmenni á aldrinum 12

Hér er hægt að skrá sig á námskeiðið!

 


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica