Nýtt hús fyrir starfsemi Barnahúss

Barnaverndarstofa fagnar því að nýtt og betra húsnæði hefur verið fundið fyrir starfsemi Barnahúss sem Barnaverndarstofa rekur.

15 nóv. 2013

Barnaverndarstofa fagnar því að nýtt og betra húsnæði hefur verið fundið fyrir starfsemi Barnahúss sem Barnaverndarstofa rekur. Núverandi húsnæði Barnahúss var orðið of þröngt fyrir starfsemina þar sem brýnt var orðið að fjölga starfsfólki og bæta aðstæður. Eins og fram kemur í frétt velferðarráðuneytis hefur verið ákveðið að kaupa einbýlishús í Reykjavík fyrir starfsemina. Kaupverð hússins er 75 milljónir króna en sjö tilboð bárust þegar Ríkiskaup auglýstu eftir húsnæði til leigu eða kaups fyrir starfsemina í byrjun september síðastliðnum. Verður húsið afhent í byrjun desember næstkomandi og þá verður hafist handa við þær breytingar sem nauðsynlegar eru áður en Barnahús tekur þar til starfa. Sjá nánar frétt á vef ráðuneytisins.


Nýjustu fréttir

19. okt. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 9 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

12. okt. 2021 : Náum áttum - morgunverðarfundur miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 8:30-10:00 á Zoom

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál eftirfarinna aðila: Barnaheill-Save the Children á Íslandi, Barnaverndastofa, Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frístundaþjónustu, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Heimili og skóli, IOGT á Íslandi, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmaður barna, Vímulaus æska/Foreldrahús og Þjóðkirkjan.

 

Yfirskift fundarins er: Leiðir að félagsfærni og vellíðan barna í skólum og er fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér .

Skráning fer fram á naumattum.is

Hjólabrettastelpa

23. ágú. 2021 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 6 mánuði 2019-2021

Tilkynningum vegna kynferðislegs ofbeldis fjölgar

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica