Forstjóri Barnaverndarstofu sýknaður af öllum kröfum.

25 jún. 2015

Hinn 23. júní sl. var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Týr Þórarinsson (áður Guðmundur Týr, betur þekktur sem Mummi í Götusmiðjunni) höfðaði gegn Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, málið var höfðað til ómerkingar ummæla, refsingar og bótagreiðslu. Bragi var sýknaður af öllum kröfum sem gerðar voru á hendur honum í framangreindu máli. Hin umstefndu ummæli tengjast starfi Braga sem forstjóra Barnaverndarstofu og telur stofan því fullt tilefni til þess að birta hér stutta lýsingu á málsatvikum ásamt samantekt af helstu niðurstöðum dómsins.

Hinn 23. júní sl. var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Týr Þórarinsson (áður Guðmundur Týr, betur þekktur sem Mummi í Götusmiðjunni) höfðaði gegn Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, málið var höfðað til ómerkingar ummæla, refsingar og bótagreiðslu. Bragi var sýknaður af öllum kröfum sem gerðar voru á hendur honum í framangreindu máli. Hin umstefndu ummæli tengjast starfi Braga sem forstjóra Barnaverndarstofu og telur stofan því fullt tilefni til þess að birta hér stutta lýsingu á málsatvikum ásamt samantekt af helstu niðurstöðum dómsins.

Barnaverndarstofa gerði árið 1999 þjónustusamning við Götusmiðjuna um sérhæfða vímuefnameðferð fyrir unglinga. Hinn 4. maí 2010 barst stofunni bréf frá 10 af 14 starfsmönnum Götusmiðjunnar þar sem gerðar voru miklar athugasemdir við stjórnun Týs og kallað var eftir aðgerðum af hálfu stofunnar. Hinn 20. maí s.á. greindi forstjóri Barnaverndarstofu félags- og tryggingamálaráðuneytinu frá þessu erindi og í kjölfarið hófust viðræður milli stofunnar og Götusmiðjunnar um slit á þjónustusamningnum. Hinn 23. júní 2010 vísaði Týr einum þessara starfsmanna burt af staðnum og hélt svo daginn eftir fund með þeim börnum sem vistuð voru á heimilinu. Í gögnum málsins sem dómurinn vísar til kemur fram að Týr hafi gefið börnunum upplýsingar um einkalíf starfsmannsins hann hafi svo krafist trúnaðar og haft þau ummæli að hann væri gamall krimmi sem þekkti vel til undirheima Reykjavíkur. Hann þekkti því vel til manna sem brytu hnéskeljar á þeim sem brytu trúnað og hann gæti alltaf fundið börnin. Gögnin byggja á áliti sálfræðings Götusmiðjunnar sem hafði verið falið að ræða einslega við börnin en hann staðfesti við Barnaverndarstofu, fyrir hádegi hinn 25. júní 2010, að slík ummæli hefðu verið látin falla. Í kjölfarið fóru starfsmenn Barnaverndarstofu auk starfsmanna tveggja barnaverndarnefnda sem vistað höfðu börn á heimilinu, auk óháðs eftirlitsaðila með meðferðarheimilum á vettvang og hófu könnun málsins, m.a. með viðtölum við börnin.

Í gögnum frá Barnavernd Reykjavíkur kemur fram að viðtöl við börnin hafi sýnt að haft hefði verið í hótunum við börnin um líkamsmeiðingar og traust þeirra á meðferðarheimilinu hafði beðið hnekki. Börnin hafi orðið skelkuð, reið, sár, ringluð og jafnvel hrædd. Þótti því ljóst að farið hafi verið yfir velsæmismörk. Rætt var við börnin hvert fyrir sig og framburður þeirra var samhljóða um meintar hótanir og efni fundarins. Einnig hafi komið fram að þrátt fyrir margra vikna dvöl á meðferðarheimilinu hafi þau aldrei séð forstöðumanninn fyrr. Á samráðsfundi fyrrnefndra aðila sem stóðu að könnun málsins auk sálfræðings Götusmiðjunnar var ákveðið að flytja börnin samdægurs af staðnum. Allir starfsmenn Götusmiðjunnar sem voru á staðnum voru sammála um nauðsyn þess.

Síðdegis þessa sama dags hinn 25. Júní 2010 sendi lögmaður Týs erindi til félags- og tryggingamálaráðuneytisins þar sem þess var krafist að ráðuneytið kæmi að rannsókn á meintum hótunum auk þess að rannsaka yfirstandandi rannsókn barnaverndaryfirvalda. Samkvæmt bréfi ráðuneytisins frá 13. júlí 2010 var það niðurstaða þess að barnaverndaryfirvöld, þ.m.t. Barnaverndarstofa, undir stjórn forstjóra hennar, hafi farið að málsmeðferðareglum barnaverndarlaga og stjórnsýslulaga við rannsókn málsins þann 25. júní 2010. Ennfremur staðfesti ráðuneytið það mat barnaverndaryfirvalda í málinu að rétt hefði verið að börnin færu frá Götusmiðjunni samdægurs og að sú ákvörðun hefði verði í fullu samræmi við frumskyldur barnaverndaryfirvalda. Að kvöldi sama dags britust fréttir á vefmiðlum vegna framangreindra atburða. Kom þar m.a. fram að barnaverndaryfirvöld verðust allra frétta af málinu en haft eftir Tý að að fullyrðingar um hótanir eigi ekki við rök að styðjast. Í annarri frétt sama kvöld er m.a. haft eftir forstjóra Barnaverndarstofu að upp hafi komið stjórnunarvandi og að mati barnaverndaryfirvalda hafi samskipti Týs við unglingana farið út fyrir velsæmismörk. Síðar sama kvöld sendi lögmaður Týs yfirlýsingu til allra fjölmiðla um málsatvik eins og þau horfðu við umbjóðanda hans. Í málinu gerði Týr kröfu um ómerkingu ummæla sem forstjóri Barnaverndarstofu lét falla í fjölmiðlum eftir að lögmaður hans hafði sent til fjölmiðla framangreinda yfirlýsingu.

Í niðurstöðukafla dómsins kemur m.a. fram að ljóst sé að forstjóri Barnaverndarstofu hafi ekki haft frumkvæði að því að fjalla opinberala um þátt Týs í þeim atburðum sem urðu í Götusmiðjunni hinn 25. júní 2010. Því hafi forstjóra stofunnar verið vandi á höndum þar sem hann gat ekki með góðu móti vikist undan því, í ljósi stöðu sinnar og þess að starfsemin var rekin fyrir almannafé, að gefa skýringar á því hvers vegna Götusmiðjunni var lokað. Umræðan sé því hluti af þjóðfélagsumræðu sem erindi átti við almenning og forstjóra stofunnar hafi því verið bæði rétt og skylt að svara spurningum um málið. Ekki var fallist á að tjáning forstjóra stofunnar hafi verið tilkomin af illfýsi, sett fram með þeim ásetningi að varpa rýrð á starfshætti Týs né til þess að valda honum sem mestu tjóni. Í ljósi þess að hin umstefndu ummæli eru sett fram í almennri þjóðfélagsumræði og að nokkru sett fram til andsvara í tilefni af þegar fram kominni umfjöllun telur dómurinn ástæðu til þess að játa forstjóra stofunnar rýmri rétt til tjáninar en ella. Ennfremur kemur fram í niðurstöðum dómsins að umrædd ummæli séu að mestu leyti staðhæfingar um staðreyndir ásamt faglegu mati sem sætt hafi rannsókn barnaverndaryfirvalda og hlotið staðfestingu ráðuneytis bæði að formi og efni. Auk þess sem frá sömu atvikum hafi verið greint í skýrslu ríkisendurskoðunar um þjónustusamninga Barnaverndarstofu. Ummælin séu því efnislega í fullu samræmi við það sem telst upplýst í málinu.

Málið sem umræðir er endurupptökumál. Forstjóri Barnaverndarstofu gerði í málinu kröfu um að Tý yrði gert að greiða honum málskostnað. Sú krafa var, af hálfu dómsins, tekin til greina. Ástæða þeirrar kröfu var sú að stefnan í málinu var birt með ólögmætum hætti. Stefnan var birt starfsmanni Barnaverndarstofu meðan forstjóri stofunnar dvaldi erlendis. Á umslaginu sem stefnan var í kom hvorki fram að umslagið hefði að geyma stefnu né upplýsingar um síðasta birtingardag líkt og kveðið er á um í 1. mgr. 84. gr laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Fram kemur í niðurstöðum dómsins að ekki hefði þurft að koma til endurupptöku málsins ef lögmaður Týs hefði gætt þess í upphafi að afhenda stefnuvotti umslag fyrir samrit stefnu í lögboðnu horfi. Ennfremur segir að Týr hafi valdið óþörfum drætti á meðferð málsins af ásetningi eða handvömm með því að mótmæla endurupptöku. Þann tíma sem leið áður en gat orðið af málflutningi notaði Týr til þess að fylgja eftir fjárnámskröfu til fullnustu úrlausnar fyrri dómsins. Ásamt því að hafa uppi mótbárur sem hann mátti vita að væru haldslausar. Með hliðsjón af því sem framar greinir var Týr dæmdur til greiðslu málskostnaðar.

Smelltu hér til að sjá dóminn í heild sinni.



Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica