Réttindi barna og barnvæn félagsþjónusta

10 júl. 2015

Velferðarráðuneytið hefur nú látið þýða tilmæli Evrópuráðsins frá 2011 um réttindi barna og barnvæna félagsþjónustu sbr. frétt á vef ráðuneytisins 6. júlí sl. Tilmælunum er ætlað að styðja við aðlögun félagsþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þannig að tekið sé tillit til sérstakra réttinda, hagsmuna og þarfa barna og sjónum beint að hagnýtum ráðum til að bæta framkvæmd félagslegrar þjónustu.

Tilmæli Evrópuráðsins eru samin af sérfræðinganefnd en Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu átti sæti í henni. Honum var falin ritun draga að tilmælunum ásamt skýringum með einstökum greinum.

Í tilmælunum er bent á að barnið er einstaklingur með sjálfstæð réttindi, þ.m.t. til verndar og þátttöku, til að tjá skoðanir sínar, að hlustað sé á það og tillit tekið til þess. Við framkvæmd þjónustu þarf að hafa í huga lagatexta sem vísa til réttinda barna og þá sérstaklega Barnasáttmála Sameinuðu þjóðana, mannréttindasáttmálan sem tryggir réttindi allra þ.m.t. barna og ýmsar samþykktir Evrópuráðsins.

Fylgja tilmælunum leiðarvísir sem er hagnýtt tæki til styðja við aðlögun félagsþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þannig að tekið sé tillit til sérstakra réttinda, hagsmuna og þarfa barna og sjónum beint að hagnýtum ráðum til að bæta framkvæmd félagslegrar þjónustu. Sjá nánar frétt á vef Barnaverndarstofu frá 6. febrúar 2012. Velferðaráðuneytið hefur látið þýða tilmæli Evrópuráðsins á íslensku og er þau að finna á vefsíðu ráðuneytisins.


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica